Óákveðið fornafn

undirflokkur fornafna

Óákveðið fornafn er fornafn[1] sem á við einn eða fleiri hlut, veru eða stað.

Óákveðin fornöfn í íslensku breyta

Það eru mörg óákveðin fornöfn í íslensku og sum algengustu eru oft sett upp í vísu:[1]

Annar, fáeinir, enginn, neinn,
ýmis, báðir, sérhver,
hvorugur, sumur, hver og einn,
hvor og nokkur, einhver.

Allur, annar hvor, annar hver, annar tveggja, hvor tveggja, samur, sjálfur, slíkur og þvílíkur.

Listi yfir öll algengustu óákveðnu fornöfnin breyta

Óákveðna fornafnið „hvor tveggja“ breyta

Hvor tveggja beygist þannig að fyrri hlutinn beygist eins og spurnarfornafnið „hvor“ en töluorðið „tveggja“ er óbeygt.[2] Til er gamla óákveðna fornafnið hvortveggi í einu orði þar sem fyrri liðurinn beygist eins og í hvor tveggja en seinni liðurinn eins og veikt lýsingarorð.

Óákveðnu fornöfnun „einhver“ og „nokkur“ breyta

Í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni eintölu hafa einhver og nokkur tvímyndir í hvorugkyni. Eitthvað hefur eitthvert og eitthvað[3] á meðan nokkur hefur nokkurt og nokkuð.[4] Myndirnar eitthvað og nokkuð á eru sérstæðar eins og sést:

Eitthvað er á seyði, sérðu nokkuð?

Óákveðnu fornöfnun „annar hver“ og „annar hvor“ breyta

Annar hver er notað um annan hvern af þrem eða fleiri, á meðan annar hvor er notað um annan af tveim:

Hann kemur alltaf annan hvern dag.
Ég fæ annan hvorn strákinn, Jón eða Svein til að vinna hjá mér.

Óákveðin fornöfn í ensku breyta

Óákveðin fornöfn í ensku geta verið aðrir setningarhlutar en óákveðin fornöfn. Óákveðna fornafnið many („margir“) í setningunni many disagree with his views („margir eru honum ósammála“) getur verið lýsingarorð í setningunni many people („margt fólk“) og nafnorð eins og í setningunni a good many of the students had skipped class („stór hluti nemandanna höfðu skrópað“). Af þessari ástæðu eru dæmi gefin til aðgreiningar ef merking er torskilin.

Óákveðin fornöfn í eintölu breyta

 • anotherThanks, I'll have another. („Takk, ég fæ mér annan.“)
 • anybody
 • anyone
 • anything
 • eachFrom each according to his ability, to each according to his need. („Hver gefur það sem hann getur og fær það sem honum nægir.“)
 • eitherEither will do. („Annað hvort er fínt.“)
 • enoughEnough is enough. („Nóg er nóg.“)
 • everybody
 • everyone
 • everything
 • lessLess is known about this period of history. („Minna er vitað um þetta tímabil í sögunni.“)
 • littleLittle matters any more. („Fátt eitt skiptir máli.“)
 • muchMuch was discussed at the meeting. („Margt var rætt á fundinum.“)
 • neitherIn the end, neither was selected. („Hvorug var valið þegar leið undir lok.“)
 • no one
 • nobody
 • nothing
 • oneOne might see it that way. („Hægt væri að líta á þetta á þennan veg.“)
 • otherOne was singing while the other played the piano. („Einn söng á meðan hinn spilaði á píanóið.“)
 • plentyThanks, that's plenty. („Takk, þetta er fínt.“)
 • somebodySomebody has to take care of it. („Einhver verður að sjá um þetta.“)
 • someoneSomeone should fix that. („Einhver ætti að laga þetta.“)
 • somethingSomething makes me want to dance. („Eitthvað lætur mig vilja dansa.“)
 • you (í óformlegu máli þegar átt er við „mann“[5]) – You can understand why. („Maður skilur af hverju.“)

Óákveðin fornöfn í fleirtölu breyta

 • bothBoth are guilty. („Þeir eru báðir sekir.“)
 • fewFew were chosen. („Fáir voru valdir.“)
 • fewerFewer are going to church these days. („Færri sækja messur þessa dagana.“)
 • manyMany were chosen. („Margir voru valdir.“)
 • othersOthers can worry about that. („Leyfum öðrum að hafa áhyggjur af þessu“)
 • severalSeveral were chosen. („Ýmsir voru valdir.“)
 • they (í óformlegu máli, með merkingunna „fólk upp til hópa“) – “They say that smoking is bad for you. („Fólk segir að reykingar séu slæmar.“)

Óákveðin fornöfn í eintölu eða fleirtölu breyta

 • allAll is lost. („Öllu er tapað.“)
 • anyAny will do. („Skiptir ekki máli hver það er.“)
 • moreMore is better. („Meira er betra.“)
 • mostMost would agree. („Flestir væru því sammála.“)
 • none[6]None of us will join you! („Engir okkar munu ganga í lið með þér!“)
 • someSome would agree. („Sumir væru sammála.“)
 • suchSuch is life („Svona er lífið“, „soddan er livet“)

Heimildir breyta

 • Bjarni Ólafsson (1995). Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning. ISBN 9979-3-0874-5.
 • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
 • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.

Neðanmálsgreinar breyta

 1. 1,0 1,1 Hugtakaskýringar - Málfræði
 2. „Beyging orðsins „hvor tveggja". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
 3. „Beyging orðsins „eitthvað". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
 4. „Beyging orðsins „nokkur". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
 5. "Indefinite you, indefinite one" Geymt 6 febrúar 2009 í Wayback Machine, The Columbia Guide to Standard American English, 1993
 6. Sumir málfræðingar segja að none („enginn“) sé alltaf í eintölu, en fleirtala þess er samt mikið notuð og viðtekin. Sjá má t.d. notkunardæmi á COED Geymt 3 apríl 2006 í Wayback Machine.

Tengill breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu