Íslenskur nautgripur

Íslenskir nautgripir' er er nautgripakyn sem hefur verið á Íslandi frá landnámi.[1] Það er snögghært með mjög breytilegan lit og litasamsetningar..[2] Íslenskir nautgripir hafa verið óblandaðir að mestu frá landnámi,[3] en eru skyldastir Sidet trønder- og nordlandsfe (no) í Þrændalögum í Noregi.[4] Innflutningur á nautgripum til Íslands er bannaður[5] og innflutningur á fósturvísum, eggjum og sæði er háð takmörkunum.

Íslensk kýr í haga

Íslenskir nautgripir eru smávaxið mjólkurkyn. Flestar eru nú kollóttar (um 95%), en enn eru nokkrar hyrntar en hyrntir nautgripir munu hafa verið algengari áður.[6] Meðalkýrin gefur af sér um 6000kg af mjólk á ári, en bestu mjólkurkýrnar gefa um 11000 kg á ári. Þær eru hafðar á húsi átta mánuði á ári og eru að mestu fóðraðar með heyi, bætt fóðurblöndu. Þeim er beitt úti á túnum að sumri og til að auka nyt er oftast líka ræktað grænfóður (repja, kál, hafrar og bygg).[1] Um 71,000 íslenskir nautgripir eru á landinu (2019) og af þeim eru 25000 mjólkurkýr.[7] Komið hefur í ljós að próteinsamsetning mjólkur íslenskra mjólkurkúa er nokkuð frábrugðin í mjólk miðevrópskra kúakynja.[8] Það hefur áhrif á vinnslueiginleika, t.d. ostagerð, og bragð.


Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Our colourful Icelandic cows“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. nóvember 2007. Sótt 28. október 2007.
  2. van Rensburg, Jaco. „CATTLE BREEDS -- ICELANDIC“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2007. Sótt 28. október 2007.
  3. Erfðaleg sérstaða íslenskra kúa - Bændablaðið
  4. „Where did the Icelandic horse originate?“. Vísindavefurinn. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 janúar 2007. Sótt 17. nóvember 2007.
  5. „Nature's Spectrum in a Variety of Products“ (PDF). Mjólkurvörur í sérflokki. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. júní 2006. Sótt 17. nóvember 2007.
  6. Uppruni íslensku kúnna og innflutningur fyrr á tímum á lifandi nautgripum og erfðaefni - Bændablaðið
  7. Íslenska kýrin - Erfðanefnd landbúnaðarins
  8. Erfðabreytileiki mjólkurpróteina í íslenskum kúm[óvirkur tengill] - RALA 2003

Tenglar

breyta