Íslenskur fjárhundur

Íslenskur fjárhundur
Íslenskur fjárhundur
Íslenskur fjárhundur
Önnur nöfn
Íslenskur spísshundur
Tegund
Vinnuhundur
Uppruni
Ísland
Ræktunarmarkmið
FCI: Hópur 5
AKC: Herding
CKC: Hópur 7 (Herding)
KC:
UKC: Northern Breeds
Notkun
Fjárhundur, fjölskylduhundur
Lífaldur
11-12 ár
Stærð
Meðalstór (42-46 cm) (9-14 kg)
Tegundin hentar
Byrjendum
Aðrar tegundir
Listi yfir hundategundir

Íslenskur fjárhundur er tegund spísshunda sem kom til Íslands með landnámsmönnum. Þeir voru þolgóðir og voru notaðir til smölunar. Sjúkdómar léku stofninn illa á 19. öld og á miðri 20. öld var hundurinn í útrýmingarhættu. Hundaræktunarfélag Íslands var stofnað árið 1969 til að varðveita kynið. Ýmis litabrigði eru til en gulur er algengur. Íslenski fjárhundurinn er með vakteðli; er forvitinn og fjörugur og geltir þegar ókunnuga ber að garði. Áberandi stærðarmunur er á hundi og tík.

Skyld afbrigði eru norskur búhundur, hjaltneskur fjárhundur og velskur corgi.

Einkenni

breyta

Hæð hjá karlhundum 42-48cm, en 38-44 hjá tíkum. Höfuðið er breitt og nokkuð kúpt. Trýnið er frammjótt og frekar stutt. Augun eru miðlungsstór og möndlulaga. Augnlitur er dökkur, en ívið er ljósari á mórauðum og ljósum hundum. Hvarmarnir svartir eða brúnir. Eyrun eru sperrt, breið neðst og enda í broddi. Brjóstkassinn er djúpur og breiður og hálsinn kröftugur. Rófan á að vera hringuð upp á við.[1]

Í menningu

breyta

Persóna ein í leikritinu Hinrik 5 eftir William Shakespeare minnist á íslenska hundinn og segir: Pish for thee, Iceland dog! thou prick-ear'd cur of Iceland!. Og er þannig í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur![2]

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  • „Hver er uppruni íslenska fjárhundsins?“. Vísindavefurinn.
  1. Guðrún Petersen (1990). Hundalíf. Líf og saga. bls. 16.
  2. William Shakespeare: Leikrit I, bls. 357.