Sagan um Ísfólkið

(Endurbeint frá Ísfólkið)

Sagan um Ísfólkið (norska: Sagan om Isfolket) er bókaröð eftir norska skáldsagnahöfundinn Margit Sandemo. Hún hóf samningu bókanna árið 1980. Fyrstu sögurnar birtust sem framhaldssögur í tímaritinu Hjemmet. Bækurnar rekja ættarsögu Ísfólksins sem á hvílir bölvun frá 16. öld til okkar daga.

Sagan segir hvernig ættfaðir Ísfólksins, Þengill hinn illi, hafi gengið út á mörkina og selt djöflinum sál sína. Þetta olli bölvun sem hrjáir afkomendur hans, hún felst í því að einn af hverri kynslóð skyldi þjóna hinu illa. Merki bölvunarinnar eru rafgul augu og yfirnáttúrulegir kraftar. Fyrsta sagan gengur út á að einn afkomandi hans, Þengill hinn góði, berst gegn bölvuninni sem hrjáir hann. Sögurnar snúast yfirleitt um þann sem bölvunin lendir á í hverri kynslóð. Yfirleitt er saga hvers einstaklings sögð í einni bók með nokkrum undantekningum.

Á Íslandi

breyta

Bækurnar komu út hjá Prenthúsinu frá 1982 til 1989. Fyrstu 30 bækurnar voru þýddar af Ingibjörgu Jónsdóttir en eftir lát hennar tók Ingibjörg Briem við. Bækurnar nutu fádæma vinsælda og seldust venjulega í 7 - 9000 eintökum. Jafnvel bar á því að börn voru nefnd eftir persónum úr bókunum eins og Villimey, Viljar og Heikir sem áður voru óþekkt nöfn á Íslandi, og nöfn á borð við Sunna og Silja nutu stóraukinna vinsælda.

2005 til 2010 var bókaflokkurinn endurútgefinn af forlaginu Jentas í nýrri þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.

Bækurnar

breyta
  1. Álagafjötrar - Trollbundet (aðalpersónur: Silja Arngrímsdóttir og Þengill hinn góði af ætt Ísfólksins).
  2. Nornaveiðar - Heksejakten (aðalpersónur: Silja Arngrímsdóttir og Þengill hinn góði af ætt Ísfólksins).
  3. Hyldýpið - Avgrunnen (aðalpersónur: Sunna Angelíka af ætt Ísfólksins).
  4. Vonin - Lengsel (aðalpersónur: Yrja Matthíasdóttir og Taraldur Meiden).
  5. Dauðasyndin - Dødssynden (aðalpersónur: Cecilie Meiden og Alexander Paladín).
  6. Illur arfur - Den onde arven (aðalpersónur: Kolgrímur Meiden, Kaleb og Matthías Meiden, Gabríella Paladín).
  7. Draugahöllin - Spøkelses-slottet (aðalpersónur: Þráinn Paladín).
  8. Dóttir böðulsins - Bøddelens datter (aðalpersónur: Hildur Jóelsdóttir og Matthías Meiden).
  9. Einfarinn - Den ensomme (aðalpersónur: Mikael Lind af ætt Ísfólksins).
  10. Vetrarhörkur - Vinterstorm (aðalpersónur: Villimey Kalebsdóttir).
  11. Blóðhefnd - Blodhevn (aðalpersónur: Villimey Kalebsdóttir og Dominic Lind af ætt Ísfólksins).
  12. Ást í meinum - Feber i blodet (aðalpersónur: Villimey Kalebsdóttir og Dominic Lind af ætt Ísfólksins).
  13. Fótspor Satans - Satans fotspor (aðalpersónur: Villimey Kalebsdóttir og Úlfhéðinn Paladín af ætt Ísfólksins).
  14. Síðasti riddarinn - Den siste ridder (aðalpersónur: Tristan Paladín).
  15. Austanvindar - Vinden fra øst (aðalpersónur: Vendill Grip af ætt Ísfólksins).
  16. Gálgablómið - Galgeblomsten (aðalpersónur: Ingiríður Lind af ætt Ísfólksins, Dan Lind af ætt Ísfólksins og Úlfhéðinn Paladín af ætt Ísfólksins).
  17. Garður dauðans - Dødens have (aðalpersónur: Shira)
  18. Gríman fellur - Bak fasaden (aðalpersónur: Elísabet Paladín af ætt Ísfólksins og Vermundur Tark).
  19. Tennur drekans - Dragens tenner (aðalpersónur: Sölvi Lind af ætt Ísfólksins).
  20. Hrafnsvængir - Ravnens vinger (aðalpersónur: Heikir Lind af ætt Ísfólksins).
  21. Um óttubil - Djevlekløften (aðalpersónur: Heikir Lind af ætt Ísfólksins og Gunnhildur Grip af ætt Ísfólksins).
  22. Jómfrúin og vætturin - Demonen og jomfruen (aðalpersónur: Heikir Lind af ætt Ísfólksins og Vinga Tark af ætt Ísfólksins).
  23. Vorfórn - Våroffer (aðalpersónur: Heikir Lind af ætt Ísfólksins og Vinga Tark af ætt Ísfólksins).
  24. Í iðrum jarðar - I jordens dyp (aðalpersónur: Anna María Óladóttir af ætt Ísfólksins og Kolur Símonar).
  25. Guðsbarn eða galdranorn - Engel med svarte vinger (aðalpersónur: Þula frá Bakka af ætt Ísfólksins).
  26. Álagahúsið - Huset i Eldafjord (aðalpersónur: Eskill Lind af ætt Ísfólksins).
  27. Hneyksli - Skandalen (aðalpersónur: Christer Tómasson af ætt Ísfólksins).
  28. Ís og eldur - Is og ild (aðalpersónur: Viljar Lind af ætt Ísfólksins og Belinda).
  29. Ástir Lúsifers - Lucifers kjærlighet (aðalpersónur: Saga Símonar af ætt Ísfólksins).
  30. Ókindin - Utysket (aðalpersónur: Henning Lind af ætt Ísfólksins, Malin Christersdóttir af ætt Ísfólksins, Marco af ætt Ísfólksins og Úlfar af ætt Ísfólksins).
  31. Ferjumaðurinn - Fergemannen (aðalpersónur: Benedikta Lind af ætt Ísfólksins).
  32. Hungur - Hunger (aðalpersónur: Christoffer Volden af ætt Ísfólksins).
  33. Martröð - Nattens demon (aðalpersónur: Vanja Lind af ætt Ísfólksins).
  34. Konan á ströndinni - Kvinnen på stranden (aðalpersónur: André Brink af ætt Ísfólksins).
  35. Myrkraverk - Vandring i mørket (aðalpersónur: Vetle Volden af ætt Ísfólksins).
  36. Galdratungl - Trollmåne (aðalpersónur: Christa Lind af ætt Ísfólksins).
  37. Vágestur - Skrekkens by (aðalpersónur: Ríkharður Brink af ætt Ísfólksins).
  38. Í skugga stríðsins - Skjulte spor (aðalpersónur: Jónatan Volden af ætt Ísfólksins og Karína Volden af ætt Ísfólksins).
  39. Raddirnar - Rop av stumme røster (aðalpersónur: Ellen Skogskrud af ætt Ísfólksins, Nataníel Gard af ætt Ísfólksins og Ríharður Brink af ætt Ísfólksins).
  40. Fangi tímans - Fanget av tiden (aðalpersónur: Þúfa Brink af ætt Ísfólksins, Ellen Skogskrud af ætt Ísfólksins og Nataníel Gard af ætt Ísfólksins).
  41. Djöflafjallið - Demonenes fjell (aðalpersónur: Gabríel Gard af ætt Ísfólksins).
  42. Úr launsátri - Stille før stormen (aðalpersónur: Gabríel Gard af ætt Ísfólksins, Nataníel Gard af ætt Ísfólksins, Ellen Skogskrud af ætt Ísfólksins, Marco af ætt Ísfólksins, Halkatla af ætt Ísfólksins og Rúni).
  43. Í blíðu og stríðu - Et streif av ømhet (aðalpersónur: Gabríel Gard af ætt Ísfólksins, Þúfa Brink af ætt Ísfólksins, Ian Morahan, Nataníel Gard af ætt Ísfólksins og Ellen Skogskrud af ætt Ísfólksins).
  44. Skapadægur - Den onde dagen (aðalpersónur: Gabríel Gard af ætt Ísfólksins, Þúfa Brink af ætt Ísfólksins, Ian Morahan og Nataníel Gard af ætt Ísfólksins).
  45. Böðullinn - Legenden om Marco (aðalpersónur: Marco).
  46. Svarta vatnið - Det svarte vannet (aðalpersónur: Gabríel Gard af ætt Ísfólksins, Þúfa Brink af ætt Ísfólksins, Ian Morahan og Nataníel Gard af ætt Ísfólksins)
  47. Er einhver þarna úti? - Er det noen der ute? (aðalpersónur: Tili, Gabríel Gard af ætt Ísfólksins).

Tenglar

breyta

Ísfólkið á hugi.is