Þengill hinn illi er persóna í norsku bókaseríunni Sagan um Ísfólkið eftir Margit Sandemo. Þengill hinn illi er ættfaðir Ísfólksins, ættar sem býr í leyndum og afskektum dal í háfjöllum Noregs. Ættin þykir goðsagnakennd fer alræmt orðspor af henni. Fyrir flestum í söguheiminum er óljóst hvort ættin sé til yfirhöfuð, en sögur fara af henni víðsvegar um Noreg sem ætt ókristilegra heiðingja, norna og galdramanna.

Bækurnar hefjast á stuttri umfjöllun um Þengil hin illa og hvernig hann seldi Satan sál sína fyrir dulrænan mátt og veraldlega velmegun. Þengli hinum illa er líst sem lágvöxnum, þrekvöxnum og myndarlegum manni. Hann er fjölskyldufaðir og höfuð stórfjölskyldu sem gengur gegnum miklar hremmingar, hungur og vosbúð á 13.öld í Noregi. Þar sem ekki stoðar að biðja Guð um hjálp þá í viðleitni til að bjarga fólki sínu ákveður hann að halda af stað langt út í óbyggðir til að fremja galdur og ákalla myrkrahöfðingjan sjálfann, í von um betra líf fyrir sig og sitt fólk.

Gjörningurinn heppnast og Þengill fær þrár sínar uppfylltar með því skilyrði að hann sjálfur og einn afkomenda hans af hverri kynslóð verði í þjónustu hins illa. Í hvert sinn sem slíkur afkomandi fæðist þekkist sá á útlitinu, gulleitum augum og illu innræti, en einnig á meðfæddum dulrænum hæfileikum. En illa arfleiðin erfist misjafnlega til þeirra sem fá hana í vöggugjöf, til sumra aðeins lítið og þeir geta haldið illu innrætinu í skefjum að mestu og reynt að lifa eðlilegu lífi, en aðrir verða hreinir djöflar í mannsmynd.

Eftir samningin við Satan fór einnig innræti og útlit Þengils sjálfs að breytast, hann varð ljótur, illur og rammgöldróttur. Enginn veit hvað raunverulega varð um hann, en ættarsagan segir að hann hafi aldrei dáið í raun, heldur sofi djúpum svefni á leyndum stað og bíði þess að einn afkomenda hans veki hann upp aftur.

Sagan um Ísfólkið hefst svo 300 árum seinna á einum afkomenda hans og nafna, Þengli hinum góða. Sá hefur fengið illu arfleiðina í arf, hefur gulleit óhuggnarleg augu og er ófrýnilegur í útliti, en hann reynir að berjast gegn lönguninni til að gera illt og ætlar sér að vinna bug á ættarbölvuninni sem forfaðir hans lagði á ættina.