Ísafjarðarflugvöllur

Ísafjarðarflugvöllur (IATA: IFJ, ICAO: BIIS) er flugvöllur á Skipeyri við Skutulsfjörð. Þar er aðalflugvöllur á Vestfjörðum. Fram til ársins 1960 voru flugsamgöngur við Ísafjörð með sjóflugvélum en 2. október 1960 var flugvöllur fyrir landflugvélar tekinn í notkun á Skipeyri og var flugbrautin 1100 m. löng en hún var síðar lengd. Flugfélag Íslands er með áætlunarflug milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og er flugtíminn um 40 mínútur.

Bílastæðið þar var fyrst malbikað árið 2018 [1]

HeimildBreyta

TilvísanirBreyta

  1. 8000 tonn af malbiki í uppsöfnuð verkefni Rúv. Skoðað 14. ágúst, 2018.