Íþróttalið Reykjavíkur

Íþróttalið Reykjavíkur er heiðurstitill sem veittur er af Íþróttabandalagi Reykjavíkur þeim reykvíska keppnisflokki í hópíþrótt sem talinn er hafa staðið sig best á árinu. Viðkomandi lið hljóta að launum farandbikar og eignabikar. Við sama tilefni er tilkynnt um val á besta íþróttakarli og bestu íþróttakonu borgarinnar.

Kvennalið Fram í handbolta er núverandi handhafi titilsins, en handknattleiksfólk hefur hlotið verðlaunin í helming skipta.


Ár Félag Kyn Íþróttagrein
2013 KR karlar Knattspyrna
2014 Valur konur Handknattleikur
2015 Ármann konur Áhaldafimleikar
2016 KR karlar Körfuknattleikur
2017 Valur karlar Handknattleikur
2018 Fram konur Handknattleikur