Ævintýri Tinna (sjónvarpsþættir)

Ævintýri Tinna eru fransk-kanadískir teiknimyndaþættir fyrir sjónvarp sem byggja á bókaflokknum Ævintýri Tinna eftir Hergé. Þættirnir voru frumsýndir árin 1991 og 1992. Þeir byggja náið á bókunum og nota jafnvel óbreytta myndaramma beint úr sögunum, en eldri sjónvarpsþættir byggðir á Tinnabókunum sem belgíska fyrirtækið Belvision gerði á 6. áratugnum, byggðu mjög lauslega á sögum Hergés.

Þættir

breyta

Þættirnir eru 39 talsins:

1. þáttaröð

breyta
  • Krabbinn með gylltu klærnar (2 þættir)
  • Leyndardómur Einhyrningsins (2 þættir)
  • Fjársjóður Rögnvaldar rauða
  • Vindlar faraós (2 þættir)
  • Blái lótusinn (2 þættir)
  • Svaðilför í Surtsey (2 þættir)
  • Leynivopnið (2 þættir)

2. þáttaröð

breyta
  • Dularfulla stjarnan
  • Skurðgoðið með skarð í eyra (2 þættir)
  • Veldissproti Ottókars konungs (2 þættir)
  • Tinni í Tíbet (2 þættir)
  • Tinni og Pikkarónarnir (2 þættir)
  • Svarta gullið (2 þættir)
  • Flugrás 714 til Sidney (2 þættir)

3. þáttaröð

breyta
  • Kolafarmurinn (2 þættir)
  • Sjö kraftmiklar krystallskúlur (2 þættir)
  • Fangarnir í sólhofinu (2 þættir)
  • Vandræði Valíu Veinólínó (2 þættir)
  • Eldflaugastöðin (2 þættir)
  • Í myrkum mánafjöllum (2 þættir)
  • Tinni í Ameríku

Bókunum Tinni í Sovétríkjunum, Tinni í Kongó og Tinni og hákarlavatnið var sleppt af ýmsum ástæðum.

Útgáfur og raddsetning

breyta

Ísland

breyta

Þættirnir voru þýddir af Ólöfu Pétursdóttur og raddsettir af Felix Bergssyni og Þorsteini Bachmann. Þeir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu frá 1993 til 1996. Árið 2006 voru þættirnir endurútgefnir á DVD af fyrirtækinu Bergvík.