Ætihvönn,[1] erkihvönn,[1] englahvönn,[1] englarót,[1] höfuðhvönn[1] eða einfaldlega hvönn[1] (fræðiheiti: Angelica archangelica eða Archangelica officinalis)[1] er tvíær jurt af sveipjurtaætt.[1] Fyrra árið vaxa aðeins blöð, en seinna árið nær holur stofninn allt að tveggja metra hæð.

Ætihvönn

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl: Hvönn (Angelica)
Tegund:
A. archangelica

Tvínefni
Angelica archangelica
L.
Hvönn við Mosfell, Apavatni um 1900.

Ætihvönn hefur örvandi áhrif á ónæmiskerfið og er mjög virk gegn veirum. Breytileiki í virkni plantna eftir vaxtarstöðum hefur verið rannsakaður. Rannsóknir sýna að hvannalauf hafa aðra virkni en fræ. Einnig hefur virkni efna úr íslenskum lækningajurtum verið borin saman við erlendar náttúruvörur úr sams konar jurtum sem vaxa á suðlægari slóðum. Virkni íslensku jurtanna hefur reynst mun meiri. Þetta staðfestir tiltrú manna á íslenskum lækningajurtum frá víkingatímanum. [2][3]

Heimildir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.