Áskell (um 11001181/82) var erkibiskup í Lundi af jósku ættinni Thrugot sem kepptu við ættina Hvide um völd í Danmörku. Áskell var sendur til náms í Hildesheim á Saxlandi. Við heimkomuna var hann gerður dómprófastur við kirkjuna í Lundi, þar sem Össur, föðurbróðir hans, var erkibiskup. Eftir orrustuna við Fótavík þegar Eiríkur eimuni varð konungur, var hann gerður að biskup í Hróarskeldu. Honum lenti þó brátt saman við konung og tók þátt í uppreisn gegn honum, sem endaði með ósigri þar sem Áskeli var gert að greiða sekt.

Rústir af kastala Áskells erkibiskups í Åhus.

Áskell tók við embætti erkibiskups Norðurlanda eftir lát Össurs 1137. Hann er sagður hafa vígt dómkirkjuna í Lundi árið 1145. Hann sagði af sér embætti 1177 og Absalon tók við.


Fyrirrennari:
Össur
Erkibiskup Norðurlanda
(1137 – 1177)
Eftirmaður:
Absalon


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.