Árni Múli Jónasson

Árni Múli Jónasson (fæddur 1959) var bæjarstjóri Akraness frá 29. júlí 2010 til 7. nóvember 2012.

Árni Múli er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann er kvæntur Arnheiði Helgadóttur sérkennara og eiga þau fjögur börn. Árni Múli starfaði sem fiskistofustjóri frá árinu 2009 en áður var hann meðal annars lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og aðstoðarfiskistofustjóri þar til hann tók við starfi fiskistofustjóra.

Árni Múli leiddi lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2013 og skipaði annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í sama kjördæmi í kosningunum 2021.