Þófta
Þófta er tréborð sem liggur þversum milli borðstokka í árabát og er notað sem sæti. Bilið milli þófta heitir þófturúm. Þóftur í íslenskum sexæringi hétu skutþófta aftast, austurrúmsþófta, miðskipsþófta og hálsþófta fremst. Til var líka að næstfremsta þófta héti andófsþófta eða barkaþófta og fremsta þófta frammíþófta. Aftasta þóftan gat heitið biti eða formannssæti. Undir miðri þóftu var stundum styrktarbiti sem hét snælda. Þar sem þóftan mætir borðstokknum var oft festing ofan við hana sem nefndist kollharður.