Ánanaust eru gata í Vesturbænum í Reykjavík. Þau liggja meðfram sjónum frá Hringbraut í suðvestri til Mýrargötu í norðaustri.

Landmegin við götuna eru nokkur íbúðarhús og fyrirtæki, og sjávarmegin eru allstór skólpdælustöð, bensínstöð og ein móttökustöð Sorpu. Eins og Snorrabraut var gatan upphaflega hluti af Hringbraut.

Ánanaust voru upphaflega naust frá Vík (Reykjavík) og síðar hjáleiga frá Hlíðarhúsum og stóðu bæirnir nálægt því sem nú eru gatnamót Ánanausta og Vesturgötu. Var síðasti torfbærinn í Ánanaustum rifinn 1930 og síðasta húsið 1940 vegna gatnaframkvæmda.

Frá 1905 til 1954 var starfandi Sóttvarnarhúsið í Ánanaustum í götunúmeri 11. [1]

Tilvísanir breyta

  1. „Ánanaust“. Torfbaeir.com. Sótt 4. mars 2020.
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.