Sorpa er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem sér um hirðingu, móttöku og förgun sorps.

SagaBreyta

Átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu[a] tóku sig saman og stofnuðu fyrirtækið „Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins“ árið 1988,[1] fljótt festist gælunafnið „Sorpa“ við það. Móttökustöð var opnuð í Gufunesi árið 1991 og nýr 40 hektara urðunarstaður í Álfsnesi (Kjalarnesi) tekinn í notkun.[1] Áður höfðu sorphaugar verið reknir í Gufunesi, enn áður á Eiðisgranda.[1] Stofnkostnaður var 600 milljónir króna[1] (1,9 milljarðar króna á verðlagi ársins 2019).[2]

Árið 2000 sendi Sorpa tæp 30% af þeim úrgangi sem þeim barst í endurvinnslu og urðaði 70%.[3]

Árið 2017 rak Sorpa 6 endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð í Gufunesi og urðunarstað í Álfsnesi, auk fjölda grenndargáma í hverfunum þar sem tekið er við flokkuðu sorpi.

Góði hirðirinnBreyta

Um 1993 hófu starfsmenn Sorpu að koma heillegum húsgögnum til hjálparþurfi gegnum hjálparsamtök og 1995 var opnaður nytjamarkaður sem fékk nafnið „Góði hirðirinn“ árið 1999.

Góða hirðinum berast daglega 5 gámar af nytjahlutum, þar af eru tveir sem sendir eru til baka til förgunar eða endurvinnslu.[4]

NeðanmálsgreinarBreyta

  1. Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Bessastaðahreppur, og Kjalarneshreppur

TilvísanirBreyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Valþór Hlöðversson (1. mars 1991). „Hreint land, betra land!“. Frjáls verslun. bls. 30–38.
  2. „Verðbólgureiknivél“. Hagstofa Íslands.
  3. „Afrakstur samvinnu við almenning og fyrirtæki“. Morgunblaðið. 1. mars 2001. bls. 47.
  4. „Sorpa endurskoðar rekstur Góða hirðisins“. Fréttablaðið.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.