Mýrargata
Mýrargata er gata í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er sjálfstætt framhald á Geirsgötu og liggur frá Ægisgötu í austri, vestur meðfram Reykjavíkurhöfn til Ánanausta. Við hana eru nokkur íbúðarhús, en aðallega fyrirtæki. Stærsti slippurinn í Reykjavík var lengi rekinn þar norðan götunnar (við vesturhöfnina) og þar er einnig dreifingarstöð Íslandspósts fyrir Vesturbæ og miðbæ. Hámarkshraði er 50 km/klst og er gatan tvístefnugata. Fyrirætlanir eru uppi um að leggja Mýrargötu í stokk á kafla, rífa allmörg stór hús og byggja íbúðahverfi á svokölluðum Mýrargötureit.