Áfengi
Áfengi eða áfengur drykkur er heiti yfir drykk, sem inniheldur vínanda yfir tilteknum mörkum. Á Íslandi telst drykkur áfengur ef magn hreins vínanda er yfir 2,25% af rúmmáli vökvans.
Áfengi hefur verið notað síðan í fornöld af mörgum samfélögum víðsvegar um heiminn, sem hluti af daglegu fæði, í hreinlætis- eða læknisfræðilegum tilgangi, sem slakandi og sælugefandi áhrifavaldur, sem vímugjafi, sem innblástur til lista, sem ástarlyf, og af öðrum ástæðum. Sum not hafa tengst táknrænni eða trúarlegri merkingu, sem dæmi í grískri trú í alsæluhelgisiðum Dionysusar, vínguðsins; í hinu kristna kvöldmáltíðarsakramenti; og páskahátíð gyðinga.
Áhrif
breytaNeikvæð áhrif
breytaÓhófleg neysla hefur skaðlega áhrif á líkamann, algengir kvillar eru skorpulifur og áfengissýki. Afleiðingar áfengissýki eru taldar meiriháttar heilbrigðisvandamál hjá mörgum þjóðum. Áhrifin geta haft skaðleg áhrif á félagslega og fjárhagslega velferð neytenda. Geðvirkni áfengis auka líkurnar á banaslysum í umferðinni og ofbeldi. Fólk undir áhrifum áfengis endar stundum í hættulegri eða vafasamri aðstöðu sem ekki hefði gerst ef það hefði verið allsgátt.
Jákvæð áhrif
breytaÝmiss jákvæð áhrif eru tengd hóflegri neyslu áfengis, til dæmis er hófleg neysla rauðvíns talinn draga úr hjartaáföllum. Áfengi er stundum haft sem hluti fæðupýramída. Hófleg neysla er skilgreind á marga vegu, frá einum til þriggja drykkja á dag og þá stundum tekið fram að 1-3 dagar í viku ættu að vera áfengislausir. [1] Geymt 11 maí 2007 í Wayback Machine Þetta er að sjálfsögðu háð því hvernig einn drykkur er skilgreindur og hvort um er að ræða konur eða karla.
Áfengi og trúarbrögð
breytaSum trúarbrögð, þá sérstaklega Íslam, Mormónatrú og Nikayagrein Búddhisma, og einstaka flokkar Mótmælendatrúar banna algerlega eða tala á móti neyslu áfengis vegna ýmissa ástæða.
Efnafræði
breytaEtanólið (CH3CH2OH) í áfengum drykkjum er næstum alltaf framleitt með gerjun, þ.e. efnaskiptum kolvetnis (yfirleitt sykur) af ákveðnum tegundum gers í fjarveru súrefnis. Þetta ræktunarferli gers við aðstæður sem framleiða vínanda er kallað bruggun.
Lyfjafræði
breytaMannslíkaminn hefur fjölda taugaboðefna og þekktasta hamlandi boðefnið er GABA sem hefur m.a. viðtakann GABA-A. Áfengi binst þessum viðtaka og gerist þá tvennt: viðtakinn verður gegndræpur fyrir Cl- jónum sem leiðir til að innanrými taugafrumunnar verður neikvæðara. Þegar áfengið hefur bundist viðtakanum verður sækni GABA-boðefnisins meira í GABA-A viðtakann og það eitt og sér eykur gegndræpi viðtakans fyrir Cl- jónum. Þegar styrkur neikvætt hlaðinna Cl- jóna eykst innan í taugafrumunni þarf meira til að örva hana og þannig fást fram áhrif áfengis: vöðvaslökun, verkjastilling og kvíðastilling.[1]
Áfengismagn
breytaMagn vínanda í áfengi er yfirleitt mælt í hundraðshlutum eftir rúmmáli vínanda eða eftir þyngd. Almenn eiming stöðvast við 95,6% etanól því að við það stig er etanól stöðugeima við vatn.
Flest ger ræktast ekki þegar styrkleikur vínanda er meiri en 18% m.v. rúmmál, þannig er það hámarksstyrkur gerjaðra drykkja, t.d. borðvína, bjórs og sake. Stofn gerja hefur verið þróaður sem að ná að þola allt upp að 25% vínanda, en þessi stofn var ræktaður til að framleiða etanól sem eldsneyti en ekki í áfengisframleiðslu. Sterkt áfengi (yfir 18%) er framleitt með eimingu gerjaðra afurða, sem eykur vínandamagn og eyðir út sumum aukaefnum sem verða til við gerjun. Mörg vín eru styrkt vín með viðbættu kornvíni til að ná hærra vínandamagni en hægt er með gerjun einni saman.
Bragðbæting
breytaEtanól er ágætis leysir fyrir mörg fituefni og ilmolíur, og hjálpar að því leyti til við upplausn margra litar-, bragð- og lyktarefna í áfengi, þá sérstaklega eimaðs áfengis. Þessi bragðefni geta verið til staðar í uppistöðuefni áfengisins, eða bætt við á undan gerjun, undan eimingu, eða áður en tappað er á flöskur. Stundum er bragði náð með því að láta áfengið standa mánuðum eða jafnvel árum saman í tunnum gerðum úr sérstökum viði (oftast eik) eða í flöskum þar sem ilmandi greinum eða jafnvel skordýrum hefur verið stungið inni í.
Áfengir drykkir
breytaGóður bar inniheldur yfirleitt úrval bjóra og vína, ásamt algengum sterkum drykkjum eins og vodka, romm, gin, tekíla og viskí. Drykkirnir geta verið blandaðir saman þegar þeir eru bornir fram til að gera hanastél („kokkteil“). Smáir skammtar af óblönduðu áfengi (skot) eru líka algengir, þar sem sætir bragðbættir drykkir og tekíla eru yfirleitt algengastir. Allir drykkir sem innihalda vínanda teljast vera áfengir drykkir, en samkvæmt íslenskum lögum teljast allir drykkir sem innihalda minna en 2,25% vínanda (af rúmmáli) ekki vera áfengi og eru því undanskildir skatti og gjöldum sem lögð eru á slíka drykki.
Tegundir áfengra drykkja
breytaGerjaðir drykkir
breytaEimaðir/brenndir drykkir
breytaBragðbætt brennd vín
breytaTenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Rang, H.P.; Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.