Tsjeng He
(Endurbeint frá Zheng He)
Tsjeng He (hefðbundin kínverska: 鄭和 einfölduð kínverska: 郑和 pinjin: Zhèng Hé; fæðingarnafn: 馬三寶 / 马三宝; pinjin: Mǎ Sānbǎo; arabískt nafn: Hajji Mahmud) (1371 – 1435) var kínverskur landkönnuður. Hann var múslimi frá Junnan í suðurhluta Kína og var tekinn höndum og geldur þegar her Ming-veldisins lagði héraðið undir sig. Tsjeng He lærði í keisaralegum skóla og varð flotaforingi í þjónustu Jongle-keisarans. Hann stýrði flota af djúnkum í mörgum ferðum um Indlandshaf þar sem hann sigldi allt til Egyptalands eftir Rauðahafi og inn Persaflóa.