Z
26. bókstafurinn í latneska stafrófinu
(Endurbeint frá Z (stafur))
Z eða z (borið fram zeta) er 26. bókstafurinn í latneska stafrófinu. Z er einn af hinum fjórum viðbótarbókstöfum íslenska stafrófsins (hinir þrír eru c, q og w)[1] en var hann lagður af úr íslensku ritmáli í september 1973 til að einfalda íslenska stafsetningu.
|
Enn er leyft að nota zetuna í sérnöfnum af erlendum uppruna (t.d. Zakarías, Zophonías, Zimsen og svo framvegis)[1] og ættarnöfnum sem hafa verið gerð af manna nöfnum og hafa tannhljóð í enda stofns (eins og t.d. Haralz, Eggerz, Sigurz o.s.frv.).[1][2] Örfá tökuorð eins og „pizza“ eru enn oft skrifuð með zetu.
Bókstafurinn táknar raddað tannbergsmælt önghljóð í alþjóðlega hljóðstafrófinu.
Heimildir
breytaTenglar
breyta- Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?; af Vísindavefnum
- Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?; af Vísindavefnum
- Skýrleiki íslenzks ritmáls og z-stafsetning; grein í Morgunblaðinu 1977
- Enn um Z...; grein í Morgunblaðinu 1977
- Annars allir drepnir; grein í Morgunblaðinu 1976
- Málrækt - zeturækt; grein í Morgunblaðinu 1974, bls. 25
- Gagngerð skoðun á stafsetningarreglum að hefjast; grein í Morgunblaðinu 1975
- Velvakandi; grein í Morgunlaðinu 1967