Z

26. bókstafurinn í latneska stafrófinu
(Endurbeint frá Z (stafur))

Z eða z (borið fram zeta) er 26. bókstafurinn í latneska stafrófinu. Z er einn af hinum fjórum viðbótarbókstöfum íslenska stafrófsins (hinir þrír eru c, q og w)[1] en var hann lagður af úr íslensku ritmáli í september 1973 til að einfalda íslenska stafsetningu.

Z
Z
Latneska stafrófið
Aa Bb Cc Dd
Ee Ff Gg Hh Ii Jj
Kk Ll Mm Nn Oo Pp
Qq Rr Ss Tt Uu Vv
Ww Xx Yy Zz

Enn er leyft að nota zetuna í sérnöfnum af erlendum uppruna (t.d. Zakarías, Zophonías, Zimsen og svo framvegis)[1] og ættarnöfnum sem hafa verið gerð af manna nöfnum og hafa tannhljóð í enda stofns (eins og t.d. Haralz, Eggerz, Sigurz o.s.frv.).[1][2] Örfá tökuorð eins og „pizza“ eru enn oft skrifuð með zetu.

Bókstafurinn táknar raddað tannbergsmælt önghljóð í alþjóðlega hljóðstafrófinu.

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 „Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?“. Vísindavefurinn.
  2. „Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?“. Vísindavefurinn.

Tenglar

breyta