X-gluggakerfið

(Endurbeint frá X gluggaumhverfið)

X-gluggakerfið (oft aðeins kallað X eða X11) er myndrænt viðmót (gluggakerfi) fyrir nettengdar tölvur. Það var upphaflega þróað sem hluti af Athena-verkefninu sem snerist um þróun tölvunets í Massachusetts Institute of Technology árið 1984. Kerfið var nefnt X þar sem það var hugsað sem arftaki annars kerfis, W-gluggakerfisins sem var þróað fyrir stýrikerfið V. X var fyrsta gluggakerfið sem var algerlega óháð bæði stýrikerfi og söluaðila.

Skjámynd af X-gluggakerfinu án allrar yfirbyggingar.

X-gluggakerfið er nú aðallega notað á Unix-legum stýrikerfum á borð við Linux og FreeBSD. Apple OS X studdi X11 í útgáfu 10.3 til 10.7 í forritinu X11.app en vísar nú á frjálsa XQuartz verkefnið í staðinn.[1]

Kerfið er hannað sem biðlaraþjónusta þar sem notendaforritin eru biðlarar sem óska eftir tilteknu myndrænu úttaki (glugga) frá X-þjóni (miðlara). X-þjónninn sendir á móti inntaksboð á borð við músahreyfingar, lyklaborðsslátt o.s.frv. aftur til forritsins. X-gluggakerfið er hægt að setja upp þannig að gluggaþjónninn sé á einni vél (t.d. annarri tölvu eða nettengdum prentara) en forritin sem nýta sér hann á annarri vél.

Samkeppni

breyta

Sumt fólk hefur reynt að búa til valmöguleika við X-glugakerfið. Sögulega séð var NeWS frá Sun og "Display PostScript" frá NeXT notað. Núverandi valmöguleikar eru:

  • macOS (og skyld kerfi, iOS) nota sitt eigið gluggakerfi, sem er þekkt sem Quartz.
  • Android, sem notar Linux kjarnann, notar sitt eigið kerfi til að teikna viðmót, þekkt sem SurfaceFlinger. Þrívídd er höndluð af EGL (og Vulkan).
  • Wayland er í þróun til að taka við af X-gluggakerfinu. Það er nú þegar notað í mörgum Linux-útgáfum.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. Slivka, Eric (17 febrúar, 2012). „Apple Removes X11 in OS X Mountain Lion, Shifts Support to Open Source XQuartz“. MacRumors. Sótt 23 febrúar 23, 2012.
   Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.