Austurkarabískur dalur

(Endurbeint frá XCD)

Austurkarabískur dalur (kóði: XCD) er gjaldmiðill notaður í átta löndum af þeim níu sem eru meðlimir í samtökum austur-karabískra ríkja. Undantekningin er Bresku Jómfrúaeyjar þar sem bandaríkjadalurinn er notaður.

Austurkarabískur dalur
LandAntígva og Barbúda
Bresk umráðasvæði (Angvilla og Montserrat)
Dóminíka
Grenada
Sankti Kristófer og Nevis
Sankti Lúsía
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
Skiptist ísent
ISO 4217-kóðiXCD
Skammstöfun$
Mynt5, 10 og 25 sent, 1 dalur
Seðlar2, 5, 10, 20, 50, 100 dalir
Austurkarabískur fimm dala seðill.

Austurkarabíska gjaldmiðilssamstarfið er það minnsta af fjórum gjaldmiðlasamstörfum milli ríkja í heiminum (það stærsta er evran). Austurkarabíska gjaldmiðilssamstarfið var sett á laggirnar 1965 og leysti Vestur-Indíadalnum af hólmi. Austurkarabíski dalurinn er tengdur við bandaríkjadalinn á genginu 2,7 austkarabadalir = bandaríkjadalur.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.