Wrangeleyja
(Endurbeint frá Wrangel eyja)
Wrangel eyja er 7.300 km² eyja í Norður-Íshafi sem tilheyrir Rússlandi. Hún er á heimsminjaskrá UNESCO.
Árið 1914 komu að eyjunni skipbrotsmenn af skipinu Karluk og voru strandaglópar þar í níu mánuði.
Árið 1921 sendi landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson nokkra menn til eyjarinnar til að lýsa hana kanadískt yfirráðasvæði, en 1924 fjarlægðu Rússar þá sem eftir voru og stofnuðu samfélag sem enn í dag er til staðar og það eina á eyjunni.
Talið er að eyjan hafi verið síðasta búsvæði loðfíla og þeir hafi haldið þar velli fram til 1700 f.Kr. en hafi verið mun minni en mammútar almennt vegna skorts á fæðu.