Wikipediaspjall:Grundvallargreinar/Eldra

Latest comment: fyrir 17 árum by S.Örvarr.S in topic Nýr listi

Væri ekki sniðugt að færa þetta eitthvað annað, t.d. Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til, frábær listi, svona b.t.w. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. ágúst 2005 kl. 20:45 (UTC)Reply

Ég er sammála... --Sterio 29. ágúst 2005 kl. 21:14 (UTC)Reply
Jamm, það var nú hugmyndin, svona þegar þetta væri fullþýtt. Getur verið inspírerandi ef maður er andlaus og vantar eitthvað til að dunda við á síðkvöldum... --Akigka 29. ágúst 2005 kl. 21:56 (UTC)Reply
Já, ég hef líka nokkrum sinnum velt fyrir mér þeim möguleika að koma á einhversskonar samstarfsverkefni innan íslensku wikipediu í að þýða ákveðna flokka þessara greina, allir búa til stubba um drykki í einhvern smátíma, í annan smá tíma landkönnuði, o.s.frv. Ekki að það myndi í raun gera neitt, það myndi bara vera hvatning fyrir okkur til að ljúka einhverjum ákveðnum flokki greina af, í það minnsta stubba. Bara pæling. --Sterio 29. ágúst 2005 kl. 23:19 (UTC)Reply
Mér finnst það ágætis hugmynd. Held við værum ekki í vandræðum með að rigga upp sæmilegum stubbum yfir heilu flokkana tiltölulega skjótt. Svo er bara að sjá hvort einhver nennir að breyta þeim stubbum í fullgildar greinar. Bendi samt á að eitthvað af þeim greinum sem er að finna í Íslenskri alfræðiorðabók frá 1990 (39.000 greinar) myndu vart teljast nema stubbar hér, svo það er varla neitt til að skammast sín fyrir. --Akigka 30. ágúst 2005 kl. 00:11 (UTC)Reply

Nýjar greinar

breyta

Er ætlast til þess að bætt sé inn á þennan lista eða á hann bara að vera bein þýðing á meta:List of articles all languages should have? —Ævar Arnfjörð Bjarmason

Það er ekki beint ætlast til að bætt sé við hann af því hann á að telja sirka þúsund greinar. Hins vegar er gert ráð fyrir því að einstakar wikipediur móti hann dálítið eftir eigin sjónarhorni. Kínverskur listi af þessu tagi verður aldrei samhljóða brasilískum lista, jafnvel þótt sér-"þjóðlegar" greinar séu útilokaðar (þær eiga heima á óskalista eða pottinum eða þ.u.l.). Þetta er meira svona work in progress, enda breytist hann líka á meta. Mér finnst samt að mörgu leyti kostur að taka svona lista af enskunni fremur en einhverjum öðrum wikipedium, því þá fær maður með nokkuð vítt sjónarhorn. Spjallið um þennan lista á meta er líka áhugavert... --Akigka 4. september 2005 kl. 00:02 (UTC)Reply
Ég var að sjá þetta núna, en er búin að bæta við einhverju. Kannski átti ég ekkert að gera það... Mér finnst það samt að vissu leyti nauðsynlegt í tilviki sálfræðinnar, það er asnalegt að aðeins ein grein þyki nauðsynleg í hennar tilfelli. Vonandi eruð þið sammála mér. --Heiða María 18. okt. 2005 kl. 17:56 (UTC)
Sýnist þetta bara vera ágætar og bráðnauðsynlegar viðbætur frá þér og User:Cessator. Ég meina, minni er nú a.m.k. jafnmikilvægt og heyrn myndi maður ætla. Held það ætti að vera í lagi að nota þetta sem nokkurs konar "high-level" gátlista. Þannig hefur þessi listi þróast t.d. á nýnorsku wikipediu (sem ég er í persónulegri samkeppni við...). Maður ætti samt að gæta sín að skoða fyrirbærið "alfræðirit" út frá mjög almennu sjónarhorni þegar bætt er inn á listann, og ekki festast í því að reyna að "koma að" eigin áhugamálum eða sérþekkingu í samkeppni við önnur svið. En þessi listi á auðvitað ekki að vera nein heilög kýr og endurspeglar í rauninni ekki neitt sem slíkur. Eins og ég skil umræðuna á meta þá er hlutverk hans fyrst og fremst það að vera nokkurs konar nytsamleg áminning, sérstaklega fyrir litlar útgáfur á þjóðtungum sem hafa sumar tilhneigingu til að einblína á efni sem varða það menningarsvæði sérstaklega, sem hefur nú ekki verið raunin hér... --Akigka 18. okt. 2005 kl. 21:53 (UTC)

Ábendingar

breyta

Nelson Mandela er í tveim flokkium fl. stjórnmálamenn og leiðtogar og núverandi stjó... sem hann ætti að vera í

Jörðin (jarðfræði) er á þessum lista, en en:Earth (geology) er ekki til, er ástæða til að hafa slíka síðu á íslensku Wikipediunni, frekar en að setja hverjar þær upplýsingar sem myndu fyrirfinnast þar inn á síðurnar um jarðfræði og um jörðina?

Enda hefur þetta verið tekið út af meta. Tók þetta út. --Akigka 14. júlí 2006 kl. 13:49 (UTC)Reply

Nýr listi

breyta

Nú er svo komið að listinn á meta er orðinn allnokkuð betri en hann var þegar þessi var þýddur á sínum tíma; bæði verið megraður töluvert og ekki eins Ameríkumiðaður. Um leið held ég ekki væri vanþörf á að við lengdum þennan lista með tilliti til t.d. íslenskra málefna og annarra hluta eftir því sem fólki sýnist hæfa að krefjast sem grundvallargreina í góðu íslensku alfræðiriti. Mig langar því til að leggja til að þessum lista verði haldið hér og bætt við hann og honum breytt eftir þörfum, en nýi listinn af meta verði þýddur sem greinin Wikipedia:Greinar sem allar útgáfur Wikipedia ættu að eiga til eða e-ð slíkt. Hvernig hljómar það? Er kannski of mikið að vera með tvo slíka lista? --Akigka 16. júlí 2006 kl. 21:33 (UTC)Reply

Ef einhver getur skemmt sér við að þýða nýja listan þá ætti að það vera í góðu lagi („time you enjoy wasting is not wasted time“ ;). Ég ætla að reyna halda mig við að laga allar þessar brengluðu tilvísanir, flokkakerfið og núverandi samvinnu mánaðarins. Ef ég ætla mér um of endar með því að ég geri ekkert. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. júlí 2006 kl. 21:53 (UTC)Reply
Var ekki pælingin á sínum tíma að þessi listi yrðu uppfærður af og til? Fyrst hann hefur varla verið uppfærður, er þá ekki ansi hæpið að þessi nýji listi verið uppfærður eitthvað mikið?--Sterio 16. júlí 2006 kl. 23:40 (UTC)Reply
Nú er þessi listi orðinn tæplega árs gamall. Þarf að uppfæra á ný í ljósi þess að samvinnan er að klára hann? --Jabbi 19:05, 1 apríl 2007 (UTC)
Kannski ekki vitlaust. Jafnvel hægt að merkja greinar með stubbamynd () eða gæða- og úrvalgreinamyndum þar sem það á við. — Jóna Þórunn 20:41, 2 apríl 2007 (UTC)

Á ekki að taka út þær síður sem búið er að gera? --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. september 2007 kl. 10:57 (UTC)Reply

Fara aftur á verkefnissíðuna „Grundvallargreinar/Eldra“.