Wikipedia:Wikimedia Ísland/Undirbúningur

Merki Wikimedia-samtakanna.
Skjaldarmerki Íslands.

Wikimedia Ísland er heiti á Wikimedia-félagi á Íslandi sem til stendur að stofna. Umsókn um stofnun félagsins hefur verið send til nefndar á vegum Wikimedia sem er stjórn Wikimedia ráðgefandi um stofnun svæðisbundinna Wikimedia-félaga. Nöfn undirritaðra þátttakenda fylgdu með. Fyrstu viðbrögð nefndarinnar var að leggja fyrir umsækjendurnar nokkrar spurningar sem búið er að svara.

Þátttakendur breyta

Þeir sem áhuga hafa á að koma að starfsemi íslensks Wikimedia-félags geta skráð sig hér að neðan.

Fá tilkynningar og fundarboð á notendaspjall breyta

Ritið notandanafnið ykkar hér undir og takið fram á hvaða wiki það er (eða tengið beint inn á spjallið). T.d. Notandanafn @ is.wikipedia

Fundir og hittingar í kjötheimum breyta

2013-02-03 - Hittingur (staðsetning: Glætan)

2013-02-17 - Undirbúningsfundur fyrir stofnun Wikimedia Ísland og önnur mál (staðsetning: Glætan)

2013-04-04 - Undirbúningsfundur fyrir stofnun Wikimedia Ísland (staðsetning: Glætan)

2013-05-12 - Undirbúningsfundur fyrir stofnun Wikimedia Ísland (staðsetning: Mánagata 8, Reykjavík)

Netsamskipti breyta

Samþykktir félagsins breyta

Verkefni breyta

Möguleg verkefni eru t.d. (bætið við listann):

Fjáröflun breyta

Félagið ætti auðveldara með það en einstaklingar að afla fjár til þess að sinna kynningarstarfi, útgáfu og svo framvegis varðandi Wikimedia-verkefnin. Það á bæði við um fjáröflun innanlands frá opinberum aðilum, skólum, fyrirtækjum og einstaklingum og einnig um fjáröflun erlendis frá í gegnum Wikimedia sem úthlutar hluta af því söfnunarfé sem þangað berst til einstakra landsfélaga.

Aðkoma að nýtingu léna og annarra réttinda sem tengjast verkefnunum breyta

Til dæmis: wikimedia.is og wikipedia.is (bæði eru skráð vörumerki WMF). Sú skráning er gild á Íslandi og sem leyfishafi vörumerkjanna á Íslandi hefði Wikimedia Ísland forgangsrétt að þessum lénum.

Auglýsingar og kynningarstarf breyta

Fulltrúar félagsins gætu haldið kynningu á Wikimedia wiki verkefnunum við ýmis tækifæri. T.d. í háskólum, menntaskólum og grunnskólum, á ráðstefnum o.fl.. Einnig væri hægt að standa fyrir auglýsingum á starfseminni í ýmsum formum.

Vikulegt Wikipedia-kvöld í HÍ breyta

Nýliðun fyrir Wikipediu er einna líklegust til þess að skila árangri í háskólum þar sem þar er fólk að læra og er tæknivætt. Í samstarfi við HÍ væri hægt að sækja um að fá afnot af tölvustofu (án þess þó að loka á aðra en þá sem vilja taka þátt í Wikiverkefnum) til þess að vinna í Wikiverkefnum og veita leiðsögn um hvernig aðrir geta hjálpað til. Þeir sem hafa áhuga á að vera með skrifi notendanafn sitt undir hér að neðan. Um er að ræða eitt kvöld í viku, 2-3 klst.

Undirbúa kynningarstarf með því að þýða bæklingana á outreach:Bookshelf/Wikipedia og outreach:Other Wikimedia Projects.

Meðlimir gætu kynnt sig sem fulltrúar félagsins breyta

T.d. ef væri verið að biðja um að efni væri gert frjálst, t.d. frá ríkisstofnunum eða einstaklingum, væri gott að geta sagst tala fyrir Wikimedia frekar en að vera einstaklingur úti í bæ. Menntamálaráðuneytið t.d. borgar fyrir Britannica og það væri mun auðveldara að fá eitthvað þannig í gegn með formlegt andlit en ella.

Formlegt samstarf við stofnanir, samtök og fyrirtæki breyta

Hægt er að semja um við menningarstofnanir um ýmis fríðindi, eins og að fá aðstöðu til fundarhalda, hafa vinnustofur eða hvaðeina sem okkur dettur í hug. Gætum haldið WikiMedia námskeið eða verið með kennslu í samstarfi við ýmsar menningarstofnanir. Þá gætum við reynt að koma á samstarfi varðandi viðbætur og breytingar á greinum í þeim tilgangi að þær endurspegli þekkingu hvers tíma og nái yfir sem flest fög.

Hér gæti t.d. komið til álita samsstarfsverkefni milli ljósmyndasafna og Commons um yfirfærslu á ljósmyndum sem komnar eru úr höfundarétti (sjá Wikipedia:Almenningur). Einnig mætti athuga að koma á samstarfsverkefni milli Landsbókasafns og Wikiheimildar (svipað og Landsbókasafn Frakklands og franska Wikisource gerðu).

Höfundarréttur Alþingismynda breyta

Fyrir síðustu kosningar kom það enn einu sinni upp að höfundaréttur á portrett-myndum af Alþingismönnum eins og þær eru birtar með æviágripi á vef Alþingis, er samkvæmt íslenskum höfundalögum óljós. Þannig hafa mismunandi ljósmyndarar útí bæ tekið myndirnar í gegnum tíðina (sem spannar meira en öld) og virðist því talsverð óvissa ríkja um höfundaréttarlega stöðu margra mynda. Haustið 2010 var öllum slíkum myndum eytt vegna þessarar óvissu.

Wikimedia Ísland gæti leitt í gegn einhverja niðurstöðu í þessum máli. Í það minnsta gengi úr skugga um hvaða myndir eru með vissu fallnar úr höfundarétti (slatti) og komið með tillögur til skrifstofu Alþingis/stjórnmálaflokka um réttindamál hvað þetta varðar til framtíðar litið (eins og rætt var um að gera á póstlistum f. síðustu kosningar).

Redda hlutum sem félagsskapur breyta

Stundum þurfum við að horfast í augu við að hafa ekki upplýsingar og gögn sem við þurfum á að halda til að gera greinar eins góður og völ er á. Sem félagsskapur getum við farið í samvinnuverkefni meðal eigin félaga og hreinlega redda þeim. Eins og taka ljósmyndir sem vantar fyrir greinar, sem ella væru ekki í boði undir commons-samhæfu leyfi, eða vera í samskiptum við hið opinbera. Framangreint er auðvitað hægt að framkvæma sem einstaklingsframtak en gæti orðið skilvirkara sem hópframtak.

Samskipti við hið opinbera breyta

Samskiptin geta verið í formi þess að veita umsagnir um þingmál í meðförum Alþingis og einnig á stjórnsýslustigi, sérstaklega þegar hagsmunir WikiMedia verkefnanna eru í húfi. Opinberir aðilar eru að fara að opna gögn í meiri mæli en áður sbr. framkvæmdaáætlun um upplýsingasamfélagið 2013-2016 en slíkt ætti auðvitað að framkvæma í samstarfi við aðila sem gætir hagsmuna WikiMedia verkefna. Líklegra er að slíkt samstarf eigi sér stað ef WikiMedia Ísland er opinberlega skráð félag heldur en óformlegur félagsskapur.

Alþjóðasamskipti breyta

Félagsskapurinn getur ýtt undir frekari samskipti milli áhugamanna um Wikimedia á Íslandi og i öðrum löndum og myndað tengsl við áþekk félög erlendis.

Stofna notendahóp breyta

Aff-com (the Affiliations Committee) sendi stjórn Wikimedia Foundation meðmæli um að Wikimedia Ísland yrði samþykkt sem viðurkennt Wikimedia félag (sjá samþykkt hér). Hins vegar ákvað stjórnin að fara ekki eftir þeim meðmælum og ákvað heldur að framvegis yrðu viðurkennd Wikimedia félög að hafa starfað sem notendahópar í lágmark tvö ár áður en til greina kæmi að veita þeim stöðu sem Chapter. Þessi ákvörðun á einnig að gilda um félög sem voru í umsóknarferli þegar hún var tekin. Þar af leiðir getum við ekki fengið stöðu viðurkennds Wikimedia félags á þessari stundu.

Aff-com er hins vegar tilbúið til þess að veita okkur, án tafar, viðurkenningu sem notendahóp. Við þyrftum hins vegar að velja annað nafn á félagið tímabundið. Aðalmunurinn er hins vegar sá að við myndum ekki njóta allra réttinda sem viðurkennt félag nýtur gagnvart Wikimedia Foundation og nafnið yrði annað. Við gætum samt fengið skráningu hjá félagaskrá Ríkisskattstjóra og breytt nafninu þegar við megum taka upp nafnið Wikimedia Ísland. Endilega greiðið atkvæði með eða á móti því að stofna notendahóp í staðinn. Tillögur að nafni notendahópsins eru vel þegnar. - Svavar Kjarrval (spjall) 1. janúar 2014 kl. 19:47 (UTC)[svara]

Notendahópur breyta

Hérna eru herlegheitin. Við þurfum að skila ársskýrslu og alls konar. --Jabbi (spjall) 14. janúar 2014 kl. 23:15 (UTC)[svara]

Hver er staðan á stofnun notendahópsins. Þarf ekki, eða er búið, að skrá notendahópinn sem formlegt félag hjá ríkinu og fá kennitölu?. Bragi H (spjall) 11. mars 2014 kl. 09:01 (UTC)[svara]
Búið er að samþykkja stofnun (Hér er formlega síðan). Ég hef ekki haft tíma til þess að setjast niður og spá eitthvað verulega í þessu. Er ekki bara spurning um að halda fund? --Jabbi (spjall) 11. mars 2014 kl. 09:17 (UTC)[svara]
Búið er að samþykkja stofnun notendahópsins af hálfu Aff-com en við erum ekki komin með formlega stöðu gagnvart WMF þar sem við höfum ekki skrifað undir notendahópsskilmálana. Ég og Hrafn (Jabbi) erum að bíða eftir að WMF sendi okkur eintök til undirskriftar. Stofnun formlegs félags (með kennitölu) er háð samþykki Aff-com en Hrafn ætlaði að senda þeim rökstuðning fyrir því. -Svavar Kjarrval (spjall) 11. mars 2014 kl. 09:28 (UTC)[svara]
Ég saltaði samningu slíks rökstuðnings þangað til að búið væri að ákveða markmið notendahópsins til skemmri eða lengri tíma. Markmið með stofnun félags með kennitölu getur ekki legið fyrir nema að slíkri stefnumótun undangenginni. --Jabbi (spjall) 11. mars 2014 kl. 10:05 (UTC)[svara]
Þarf þá að halda fund til þess að ákveða markmið hópsins fyrst áður en þetta getur gengið í gegn? Bragi H (spjall) 11. mars 2014 kl. 10:09 (UTC)[svara]
Nei nei. Við bíðum bara skjalanna til undirskriftar og þá er notendahópurinn orðinn að veruleika. Þetta með rökstuðning um stofnun félags með kennitölu er stendur utan við það. --Jabbi (spjall) 11. mars 2014 kl. 11:18 (UTC)[svara]
OK, en þurfum við þá að halda félagsfund til að stofna stjórn osf. eða er nóg að þið Svavar sjáið um það? Bragi H (spjall) 11. mars 2014 kl. 11:35 (UTC)[svara]

Tenglar breyta

Á Meta er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum um stofnun slíkra félaga:

Nústarfandi Wikimedia-félög: