Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2005
Jørgen Jørgensen (1780 í Kaupmannahöfn í Danmörku – 20. janúar 1841 í Hobart í Tasmaníu), sem í daglegu tali er kallaður Jörundur hundadagakonungur, var danskur að uppruna og ólst upp í Danmörku. Hann var mikill ævintýramaður og ógæfumaður. Hann bjó í Bretlandi framan af og dáðist að öllu, sem enskt var. Síðar þvældist hann inn í Íslandsævintýri sitt og varð þar konungur um nokkurra vikna skeið og er viðurnefni hans á Íslandi dregið af því að hann var konungur um hundadagana. Eftir að hann var fluttur aftur til Bretlands var hann meira og minna fangi, vegna þess að hann var forfallinn spilafíkill og greiddi aldrei skuldir sínar. Að lokum var hann fluttur sem fangi til Ástralíu. Hann fékk frelsi nokkrum árum áður en hann dó.
Fyrri mánuðir: