Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2011
Menntaskólinn Hraðbraut eða einfaldlega Hraðbraut var íslenskur framhaldsskóli sem var starfandi frá 2003–2012.[1] Nafn skólans hlýst af því að þar var hægt að ljúka stúdentsprófi á tveimur skólaárum í stað fjögurra, en aldrei fyrr hafði opinberlega verið boðið upp á tveggja ára framhaldsskólanámi á Íslandi. Á þessum tveimur skólaárum skiptist námið upp í 15 lotur, þar af 7 lotur fyrra skólaárið og 8 lotur hið síðara, þar sem hver lota er 6 vikur (nema síðasta lotan sem er aðeins 2 vikur). Nemendur gátu valið um náttúrufræðibraut og málabraut, en báðar brautirnar lögðu umtalsverða áherslu á raunvísindi; svo sem stærðfræði og líffræði og var auk þess lögð sterk áhersla á enskukennslu. Lesa meira...
- ↑ „Menntaskólinn Hraðbraut hættir rekstri“. Morgunblaðið. 13. ágúst 2014.