Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2018

Skonnorta (úr ensku: schooner; stundum líka góletta úr frönsku: goélette) er seglskip með tveimur eða fleiri möstrum með gaffalseglum, þar sem fremsta mastrið (framsiglan eða fokkusiglan) er styttra en hin, og stagsegl. Flestar skonnortur eru með bugspjót og þríhyrnda gaffaltoppa. Fullbúin skonnorta er með þrjú til fjögur framsegl (fokku, innri- og ytriklýfi og stundum jagar). Þær voru fyrst notaðar af Hollendingum á 17. öld. Skonnortur geta verið mjög mismunandi að stærð. Stærsta skonnorta sem smíðuð hefur verið var Thomas W. Lawson, smíðuð 1902, sem var 120 metrar að lengd, með sjö möstur og 25 segl.

Afbrigði af skonnortum eru toppseglsskonnorta, sem er með tvö rásegl á fokkumastrinu (yfirtoppsegl og undirtoppsegl) og bramseglsskonnorta sem er með þrjú (bramsegl, yfirtoppsegl og undirtoppsegl).