Wikipedia:Gæðagreinar/Sjávarútvegur á Íslandi
Sjávarútvegur á Íslandi er atvinnuvegur á Ísland i sem nýtir sjávarfang til manneldis og dýraeldis. Sjávarútvegur fæst einnig við rannsóknir í haffræði, fiskifræði, fiskveiðar, matvælavinnslu og markaðssetningu sjávarafurða. Sjávarútvegur er því margþættur þó að lokamarkmiðið sé að selja fiskafurðir. Með stjórnsýslu sjávarútvegsmála fer Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Sjávarútvegur hefur verið mikilvæg atvinnugrein á Íslandi frá upphafi Íslandsbyggðar, en einhverjar gjöfulustu veiðislóðir í Norður-Atlantshafi eru í íslenskri lögsögu. Sjávarútvegur átti þátt í að breyta Íslandi frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í byrjun 19. aldar í eina af efnuðustu þjóðum heims um aldamótin 2000. Úr hafinu kom ekki einungis matur á borð Íslendinga því fiskurinn hefur einnig verið verðmæt útflutningsvara og er það enn. Sjávarútvegur stendur nú fyrir 40% útflutningsverðmæta landsins, ríflega 12% af vergri landframleiðslu og sér um það bil 7% íbúanna fyrir atvinnu. Saga íslensks sjávarútvegs snýst þó ekki einungis um efnahagslega velferð, heldur hefur sjávarútvegur skipað stóran sess í íslenskri menningu og arfleifð.
Lesa áfram um sjávarútveg á Íslandi...