Útflutningur

Útflutningur er sala á vörum og þjónustu milli landa. Útflytjandi er sá sem selur slíka vöru eða þjónustu og útflutningsland er landið þaðan sem flutningurinn fer frá. Innflytjandi er sá sem kaupir vöruna eða þjónustuna og innflutningsland landið sem flutningurinn fer til. Innflutningur er kaup á vöru og þjónustu frá öðru landi. Munurinn á innflutningi og útflutningi tiltekins lands er kallaður viðskiptajöfnuður.

Gámaskip hlaðið í höfninni í Hamborg.

Í mörgum tilvikum er lagður tollur á innflutning frá öðrum löndum. Ýmsar aðrar viðskiptahindranir hafa áhrif á útflutning.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.