Wikipedia:Gæðagreinar/Saga stjórnleysisstefnu
Saga stjórnleysisstefnu er venjulega talin hefjast í uppafi 18. aldar en sumir telja þó að stjórnleysisstefnu–fyrirkomulag hafi verið að finna í forsögulegum menningarsamfélögum (það er þó afar umdeilt). Hugmyndir sem telja má líkar komu fram í fornöld og hafa sumir stjórnleysingjar tileinkað sér Taóisma sem auðuga uppsprettu hugmynda. Einnig er hægt að finna svipaðar hugmyndir meðal heimspekinga Forn-Grikkja, þ.á m. Zenons, upphafsmanns stóuspekinnar. Nokkrir stjórnleysingjar hafa enn fremur dregið hugmyndir sínar úr kristni.
Fyrsti nútímahöfundurinn sem mælti með aflagningu ríkisvalds var William Godwin, en sú skoðun kom fram í Fyrirspurn varðandi pólitískt réttlæti, sem kom út 1793. Stjórnleysi var notað sem móðgandi heiti gegn vinstri vængnum í frönsku byltingunni, en prentarinn Pierre-Joseph Proudhon tók það upp til að lýsa stefnu sinni í ritinu Hvað er einkaeign? árið 1840.
Lesa áfram um sögu stjórnleysisstefnu...