Wikipedia:Gæðagreinar/Menntaskólinn Hraðbraut
Menntaskólinn Hraðbraut eða einfaldlega Hraðbraut er íslenskur framhaldsskóli sem tók til starfa árið 2003 en var formlega stofnsettur, en þó ekki starfræktur, árið 1996. Nafn skólans hlýst af því að hægt er að ljúka stúdentsprófi á tveimur skólaárum í stað fjögurra, en aldrei fyrr hefur gefist kostur á tveggja ára framhaldsskólanámi á Íslandi.[1] Á þessum tveimur skólaárum skiptist námið upp í 15 lotur, þar af 7 lotur fyrra skólaárið og 8 lotur hið síðara, þar sem hver lota er 6 vikur (nema síðasta lotan sem er aðeins 2 vikur). Nemendur geta valið um náttúrufræðibraut og málabraut, en báðar brautirnar leggja umtalsverða áherslu á raunvísindi; svo sem stærðfræði og líffræði og er auk þess lögð sterk áhersla á enskukennslu.
Menntaskólinn Hraðbraut er einkarekinn framhaldsskóli og var formlega stofnaður þann 1. ágúst 1996 en skólinn tók til starfa haustið 2003. Hann er lítill í samanburði við aðra íslenska framhaldsskóla, sem flestir hafa um 200-500 nemendur. Fyrstu nemendur skólans útskrifuðust með stúdentspróf árið 2005.
Lesa áfram um Menntaskólann Hraðbraut...