Wikipedia:Gæðagreinar/Kommúnismi

Hamar og sigð voru merki Sovétríkjanna
Hamar og sigð voru merki Sovétríkjanna

Kommúnismi (úr frönsku: communisme og upphaflega úr latínu: communis, „það sem er sameiginlegt“) er hugtak sem notað er um ýmsar náskyldar hugmyndir sem eiga það sameiginlegt að álíta að öll framleiðslutæki eigi að vera í sameign samfélagsins eða a.m.k. jafnt skipt. Orðið „kommúnismi“ hefur stundum verið íslenskað sem „sameignarstefna“, en sú nafngjöf hefur aldrei náð festu.

Innan lenínismans á hugtakið kommúnismi sérlega við lokastig stéttabaráttunnar, þegar stéttir og ríkisvald eru horfin úr samfélagsskipaninni, og hver og einn leggur af mörkum eftir getu og ber úr býtum eftir þörfum. Kommúnisminn er hluti af miklu víðtækari hugmyndahefð og framkvæmd sósíalisma, þrátt fyrir að merking þessara tveggja hugtaka hafi verið nokkuð á reiki í gegnum tíðina.

Lesa áfram um kommúnisma...