Widdringtonia nodiflora

Widdringtonia nodiflora er barrtré ættað frá Suður-Afríku. Það vex vanalega upp til fjalla, gjarnan í klettum á fjallshlíðum. Barrið og viðurinn eru mjög eldfim og búsvæðinu hættir við villieldi. Til mótvægis myndar tegundin greinar og stofna frá rótum eftir að hafa brunnið.

Widdringtonia nodiflora

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Grátviðarætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Widdringtonia
Tegund:
W. nodiflora

Tvínefni
Widdringtonia nodiflora
(L.) Powrie[1]
Samheiti

Widdringtonia wallichii Endl.
Widdringtonia stipitata Stapf
Widdringtonia nodiflora var. dracomontana (Stapf) Silba
Widdringtonia natalensis Endl.
Widdringtonia mahoni Mast.
Widdringtonia dracomontana Stapf
Widdringtonia cupressoides (Linné) Endl.
Widdringtonia commersonii (Brongn.) Endl.
Widdringtonia caffra O. Berg
Thuja cupressoides Linné
Pachylepis cupressoides (Linné) Brongn.
Pachylepis commersonii Brongn.
Juniperus capensis Lam.
Cupressus cornuta Carrière
Callitris cupressoides (Linné) Jacques
Callitris commersonii (Brongn.) T. Durand & Schinz
Brunia nodiflora Linné

Lýsing

breyta
 
Lítið eintak af Widdringtonia nodiflora í ræktun sem skrauttré. Höfðaborg.

Þetta er sígrænn, fjölstofna runni eða lítið til meðalstórt tré (5–7 m (sjaldan að 25 m) hátt). Blöðin eru hreisturlík, 1,5 til 2 mm langt og 1-1,5 mm breitt á smásprotum, og að 10 mm langt á öflugum vaxtarsprotum. Könglarnir eru hnattlaga, 1 til 2 sm langir, með fjórum köngulskeljum. Trén eru tvíkynja. Það er eitt í ættkvíslinni til að mynda nývöxt af rótum eftir bruna eða vera höggið niður; þeð gerir því kleift að lifa af villielda, og er talið vera aðalástæða þess að það er svo algengt.[2]

 
Widdringtonia nodiflora seed cones in clusters around a branch.

Útbreiðsla

breyta

Það vex frá Table Mountain í suðri, til suður Malawi, suður Mozambique, austur Zimbabwe og allsstaðar í austur og suður Suður-Afríku. Þetta er eina algenga tegundin í ættkvíslinni, og eina tegundin sem er ekki ógnað eða í hættu. Hún er skyldust Widdringtonia cedarbergensis frá Cedarberg fjöllum.
Hún finnst yfirleitt hátt upp í fjallahlíðum, milli kletta, í giljum, heiðum og graslendi. Hún er vanalega í litlum lundum, eins og litli skógurinn ofan á fjallinu fyrir ofan Kirstenbosch. [2][3][4]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Powrie, 1972 In: J. S. African Bot. 38 (4): 303.
  2. 2,0 2,1 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
  3. Pauw, C. A. & Linder, H. P. 1997. Widdringtonia systematics, ecology and conservation status. Bot. J. Linn. Soc. 123: 297-319.
  4. University of the Witwatersrand: Recommended English names for trees of Southern Africa
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.