Widdringtonia nodiflora
Widdringtonia nodiflora er barrtré ættað frá Suður-Afríku. Það vex vanalega upp til fjalla, gjarnan í klettum á fjallshlíðum. Barrið og viðurinn eru mjög eldfim og búsvæðinu hættir við villieldi. Til mótvægis myndar tegundin greinar og stofna frá rótum eftir að hafa brunnið.
Widdringtonia nodiflora | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Widdringtonia nodiflora (L.) Powrie[1] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Widdringtonia wallichii Endl. |
Lýsing
breytaÞetta er sígrænn, fjölstofna runni eða lítið til meðalstórt tré (5–7 m (sjaldan að 25 m) hátt). Blöðin eru hreisturlík, 1,5 til 2 mm langt og 1-1,5 mm breitt á smásprotum, og að 10 mm langt á öflugum vaxtarsprotum. Könglarnir eru hnattlaga, 1 til 2 sm langir, með fjórum köngulskeljum. Trén eru tvíkynja. Það er eitt í ættkvíslinni til að mynda nývöxt af rótum eftir bruna eða vera höggið niður; þeð gerir því kleift að lifa af villielda, og er talið vera aðalástæða þess að það er svo algengt.[2]
Útbreiðsla
breytaÞað vex frá Table Mountain í suðri, til suður Malawi, suður Mozambique, austur Zimbabwe og allsstaðar í austur og suður Suður-Afríku. Þetta er eina algenga tegundin í ættkvíslinni, og eina tegundin sem er ekki ógnað eða í hættu. Hún er skyldust Widdringtonia cedarbergensis frá Cedarberg fjöllum.
Hún finnst yfirleitt hátt upp í fjallahlíðum, milli kletta, í giljum, heiðum og graslendi. Hún er vanalega í litlum lundum, eins og litli skógurinn ofan á fjallinu fyrir ofan Kirstenbosch.
[2][3][4]
Tenglar
breyta- Widdringtonia nodiflora Geymt 21 mars 2016 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ Powrie, 1972 In: J. S. African Bot. 38 (4): 303.
- ↑ 2,0 2,1 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
- ↑ Pauw, C. A. & Linder, H. P. 1997. Widdringtonia systematics, ecology and conservation status. Bot. J. Linn. Soc. 123: 297-319.
- ↑ University of the Witwatersrand: Recommended English names for trees of Southern Africa