Whale Wars
Whale Wars eða Hvalastríð á íslensku eru Amerískir raunveruleikaþættir sem sýndir eru vikulega á Animal Planet. Fyrsti þátturinn fór í loftið 7. nóvember 2008. Kvikmyndatökumenn fylgja Paul Watson , stofnanda Sea Shepherd Conservation Society og áhöfn Steve Irwin, Ady Gil og Bob Barker og eftir þar sem að þau reyna að hindra Japani frá því að slátra hvölum í Suður-íshafi fyrir utan strendur Antartíku. Fyrsti þáttur í þriðju seríu fór í loftið 4 júní, 2010. Sumarið 2011 fóru samtökin til Færeyja þar sem tilgangurinn var að stöðva grindhvaladráp.
Whale Wars | |
---|---|
Einnig þekkt sem | Hvalastríð |
Tegund | Raunveruleikasjónvarp |
Þróun | Charlie Foley |
Kynnir | Animal Planet |
Leikarar | Paul Watson Peter Hammarstedt |
Höfundur stefs | Billy Corgan |
Upphafsstef | Bullet with Butterfly Wings - The Smashing Pumpkins |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 2 |
Fjöldi þátta | 18 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi | RIVR Media Lizard Trading Company |
Staðsetning | Suður-Íshaf |
Lengd þáttar | 43 mín. |
Útsending | |
Sýnt | 7.nóvember 2008 - – |
Tenglar | |
Vefsíða |
Saga þáttanna
breytaÁrið 2007 taldi Paul Watson Discovery channel á að gera þátt um baráttu Sea Shepherd við japanska hvalveiðimenn fyrir utan strendur Antartíku. Sea Shepherd vilja meina að hvalveiðar Japana á hvalafriðlandinu í Suður-Íshafi séu ólöglegar en Japanir skýla sér á bakvið það að þetta séu rannskóknaveiðar. Sea Shepherd hafa verið gagngrýndir fyrir aðgerðir sýnar, t.d. að flækja köðlum í skrúfur á hvalveiðiskipunum, henda smjörsýrukrukkum á þilför, fara um borð og fleri leiðir til að hindra að Japanirnir slátri hvölunum. Sea Shepherd hafa bent á að sýran sé meinlaus og gefi einungi vonda lykt frá sér sem gerir þilfarið óvinnuhæft í nokkra daga. Þeir hafa líka bent á það að hráki og tómatsósa séu með hærra sýrustig en smjörsýran og þessvegna sé hún vitameinlaus.