Wannsee-ráðstefnan

Wannsee-ráðstefnan (þýska Wannseekonferenz) var fundur háttsettra leiðtoga nasistaflokksins og SS-foringja undir forsæti Reinhard Heydrich. Ráðstefnan var haldin 20. janúar 1942 á setri með útsýni yfir Wannsee stöðuvatnið í Suðvestur-Berlín. Markmið ráðstefnunnar var að koma saman öllum þýskum leiðtogum sem þurfti til í áætlun nasista um útrýmingu evrópskra gyðinga (helförinni). Niðurstaða fundarins varð síðar þekkt sem lokalausnin.

Árið 2001 var gerð breska sjónvarpsmyndin Conspiracy um ráðstefnuna í Wannsee sem skartaði m.a. leikurunum Kenneth Branagh og Stanley Tucci sem þótti nokkuð raunsæ. Árið 2022 kom út kvikmyndin Die Wannseekonferenz sem fjallar um atburði fundarins.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Wannsee Conference“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Apríl 2022.