Vonarræðan eða „Endurskoðun Þýskalandsstefnu Bandaríkjanna“ var ræða sem James F. Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í Stuttgart 6. september 1946. Í ræðunni talaði hann um að Bandaríkjamenn væru ekki á förum frá Þýskalandi, hafnaði stækkun hernámssvæðis Sovétríkjanna og yfirtöku þýskra héraða austan við Oder-Neisse-línuna. Með ræðunni lýsti Byrnes yfir andstöðu við Morgenthau-áætlunina sem gekk út á að veikja iðnað Þýskalands eftir stríðið. Tilgangur ræðunnar var að koma í veg fyrir að hinir hernumdu Þjóðverjar hölluðu sér að kommúnisma í neyð sinni, en hún styrkti jafnframt ákvörðun pólskra kommúnista um að efla sambandið við Sovétríkin.

Fréttamynd frá 1946.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.