Voces Thules

Voces Thules er íslensk hljómsveit stofnuð 1991. Hljómsveitin er skipuð fimm söngvurum og sérhæfir sig í íslenskri miðaldartónlist.

Voces Thules
Uppruni Reykjavík, Ísland
Tónlistarstefnur Miðaldartónlist, þjóðlagatónlist
Ár 1991 - í dag
Útgefandi Smekkleysa
Meðlimir
Núverandi Eggert Pálsson
Einar Jóhannesson
Eiríkur Hreinn Helgason
Guðlaugur Viktorsson
Sigurður Halldórsson

Voces Thules hefur komið fram á ýmsum hátíðum svo sem Utrecht Early Music Festival í Hollandi og alþjóða listahátíðinni í Bergen. Hafa þeir tekið upp tónlist sína fyrir útvarp og sjónvarp og gefið út nokkrar breiðskífur þar á meðal Þorlákstíðir, byggt á handriti frá 15. öld.[1] árið 2008 voru þeir tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.[2]

HeimildirBreyta

  1. British Broadcasting Corporation (1998). BBC music magazine. BBC Magazines. Sótt 14. ágúst 2012.
  2. https://www.ismus.is/i/group/uid-31707429-d68c-4912-a524-ea0b4e5e75d0

TenglarBreyta