Biti (tölvufræði)
Biti er tölustafur á tvítöluformi (tvítölustafur) og getur haft gildið 0 eða 1. Biti er grunneining upplýsinga á stafrænu formi. Fleiri orð eru notuð yfir gildi bita heldur en núll og einn, t.d. hár og lág, satt og ósatt, af og á.
Tölvur skilja Á og AF skipanir, ein slík skipun í gögnum kallast biti. Þessar skipanir má líkja við hlið sem hleypir rafmagni í gegnum sig þegar það er opið(1) og hleypir ekki rafmagni í gegnum sig þegar það er lokað(0). Þegar að bitum er raðað upp til að mynda flókin gögn þá eru þeir settir saman í átta bita hópa sem kallaðir eru bæti.
Sjá einnig
breyta- Bæti
- Skammtabiti, notaður í skammtatölvum