Vilhjálmur og Elly Vilhjálms syngja jólalög
Vilhjálmur og Elly Vilhjálms syngja jólalög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Útsetningar og hljómsveitarstjórn, Jón Sigurðsson.
Vilhjálmur og Elly Vilhjálms syngja jólalög | |
---|---|
SG - 041 | |
Flytjandi | Vilhjálmur og Elly Vilhjálms |
Gefin út | 1971 |
Stefna | Jólalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Jólaklukkur - Bæði syngja -Lag - texti: Amerískt þjóðlag - Loftur Guðmundsson
- Jól á hafinu - Vilhjálmur syngur - Lag - texti: Steer/Hansen - Jóhanna G. Erlingsson
- Gefðu mér gott í skóinn - Elly syngur - Lag - texti: J. Marks - Ómar Ragnarsson
- Jólin allstaðar - Bæði syngja - Lag - texti: Jón Sigurðsson - Jóhanna G. Erlingsson
- Snæfinnur snjókarl - Vilhjálmur syngur - Lag - texti: Nelson/Rollins - Hinrik Bjarnason
- Hvít jól - Bæði syngja - Lag - texti: Irving Berlin - Stefán Jónsson
- Hátíð í bæ - Vilhjálmur syngur - Lag - texti: Bernhard - Ólafur Gaukur
- Jólasnjór - Bæði syngja - Lag - texti: Livingstone/Evans - Jóhanna G. Erlingsson
- Ég sá mömmu kyssa jólasvein - Elly syngur - Lag - texti: Connor - Hinrik Bjarnason
- Jólasveinninn minn - Bæði syngja - Lag - texti: Autry/Haldeman - Ómar Ragnarsson
- Litla jólabarn - Elly syngur - Lag - texti: Worsing/Anderson — Ómar Ragnarsson
- Jólin koma - Vilhjálmur syngur - Lag - texti: Spielman/Torre — Ómar Ragnarsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÞetta er fjórða tólf laga platan, sem þau systkinin, Vilhjálmur og Elly Vilhjálms syngja inn á. Fyrri þrjár plötur þeirra hafa allar náð miklum vinsœldum og er platan með lögum Sigfúsar Halldórssonar einhver söluhœsta hljómplata, sem komið hefur út á Íslandi.
Á þessari fjórðu plötu eru jólalög, sem flest öll eru löngu kunn hér á landi, því þau hafa heyrzt í flutningi annarra. Söngur Ellyar og Vilhjálms er ekki síðri á þessari plötu en hinum fyrri plötum þeirra og þykir sérstök ástœða til að benda á lagið Jólasnjór, þar sem þau syngja fjórraddað eins og um söngkvartett vœri að rœða, en svo vel leysa þau þetta af hendi, að einstakt er. Hugmyndina að fjórrödduðum söng í þessu lagi átti Jón Sigurðsson, sem útsetti öll lögin og stjórnaði undirleik. Pétur Steingrímsson, tœknimaður útvarpsins á sérstakar þakkir skilið fyrir vandaða hljóðritun við erfið skilyrði, því segja má, að enn séu ekki til tœki hér á landi til að taka upp fjórraddaðan söng á þann máta, sem hér er gert, þó að það hafi verið gert! Skulu fleiri orð ekki höfð um þessa plötu. Nöfn þeirra, er hér koma við sögu eru beztu meðmœlin með henni. |
||