Vetnissamsætur
Vetnissamsætur eru samsætur vetnis (H). Náttúrlega finnast aðeins þrjár þeirra, 1H (einvetni), 2H (tvívetni), og 3H (þrívetni), en fáeinar mjög óstöðugar vetnissamsætur, (4H, 5H, 6H og 7H), hafa verið myndaðir í tilraunastofum.
Táknið D er stundum notað yfir tvívetni sem kemur af nafninu deuterium og táknið T er stundum notað yfir þrívetni sem kemur af nafninu tritium, en alþjóðasamtök um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC) mæla ekki með þessum rithætti.
Vetni-1 (einvetni)
breyta1H er 99.98% af öllu vetni og því langalgengasta vetnissamsæta. Þar sem kjarni þess inniheldur bara eina róteind í kjarnanum. Efnið er einnig nefnt prótín sem kemur af orðinu protium en það vísar til enska heitisins á róteind; proton.
Vetni-2 (tvívetni)
breyta2H eða D frá orðinu deuterium (einnig þekkt sem þungt vetni[1] eða þungavetni) inniheldur eina róteind og eina nifteind í kjarnanum. Um 0.0026 – 0.0184% af öllu vetni á Jörðinni samanstendur af tvívetni. Tvívetni er ekki geislavirkt.
Vatn sem hefur verið auðgað með sameindum sem innihalda tvívetni frekar en einvetni kallast þungt vatn.
Vetni-3 (þrívetni)
breyta3H eða T frá orðinu tritium (einnig þekkt undir nafninu þrívetni eða ofurþungt vetni) hefur eina róteind og tvær nifteindir í kjarna sínum. Þrívetni er geislavirkt.
Vetni-4
breyta4H er mjög óstöðug samsæta vetnis, en kjarni þess samanstendur af einni róteind og þremur nifteindum. Vetni-4 hefur verið myndað með því að skjóta tvívetniskjörnum í þrívetni.
Vetni-5
breyta5H er mjög óstöðug samsæta vetnis, en kjarni þess samanstendur af einni róteind og fjórum nifteindum. Vetni-5 hefur verið myndað með því að skjóta þrívetniskjörnum í þrívetni.
Vetni-6
breytaKjarni 6H samanstendur af einni róteind og fimm nifteindum.
Vetni-7
breytaKjarni 7H samanstendur af einni róteind og sex nifteindum.
Heimildir
breytaYtri tenglar
breyta- „Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?“. Vísindavefurinn.
- Umfjöllun um vetni og samsætur þess Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- Eindir í atómum Geymt 29 ágúst 2009 í Wayback Machine, glærur frá Menntaskólanum í Reykjavík