Blásýra
(Endurbeint frá Vetnissýaníð)
Blásýra (sjaldnar vetnissýaníð) er afar rokgjarnt efni með efnaformúluna HCN. Blásýra er litlaus, baneitruð og gufar upp við 26 °C eða rétt fyrir ofan herbergishita.
Um 300 ppm af HCN í andrúmslofti er nóg til að drepa mann á nokkrum mínútum. Það hefur verið notað sem eitur og er meðal annars virka efnið í Zyklon B.
Heitið „blásýra“ er líka notað fyrir önnur skyld efni sem innihalda sýaníð (C≡N) hóp, þá helst kalíumsýaníð (KCN) sem er alþekkt þar sem margir þekktir einstaklingar (þ.m.t. nasistaforingjar) hafa fyrirfarið sér með því efni.