Vestari-Jökulsá eða Jökulsá vestri er jökulá í Skagafirði. Upptök hennar eru í norðvesturhorni Hofsjökuls í mörgum kvíslum sem sameinast svo og falla til norðurs.[1] Áin rennur fyrst um tiltölulega hallalítið og slétt land og síðan í djúpu gljúfri, Þröngagili, og síðan eftir löngum dal uns hún fellur til norðausturs ofan í Vesturdal. Þar rennur Hofsá í ána og síðan fellur hún stuttan spöl eftir Vesturdal, sameinast Austari-Jökulsá við Tunguháls og eftir það nefnast árnar Héraðsvötn.[2]

Rætt hefur verið um að virkja Jökulsárnar báðar og hafa ýmsir virkjunarmöguleikar verið skoðaðir þótt oftast sé rætt um virkjun við Villinganes, skammt neðan við ármótin. Aðrir vilja friðlýsa árnar.[3][4]

Boðið er upp á flúðasiglingar bæði á Vestari- og Austari-Jökulsá og þykja árnar henta einkar vel til þeirra.[5]

Heimildir

breyta
  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Lýtingsstaðahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2004. ISBN 978-9979-861-13-4
  1. „Héraðsvötn - NAT ferðavísir“. 4 maí 2020. Sótt 4 ágúst 2024.
  2. „Vestari Jökulsá Travel Guide“. Guide to Iceland (enska). Sótt 4 ágúst 2024.
  3. „Home“. SavetheAustari (enska). Sótt 4 ágúst 2024.
  4. Session, Kayak (1 maí 2023). „Save the Austari-Jökulsá“. Kayak Session Magazine (franska). Sótt 4 ágúst 2024.
  5. Iceland, North. „River rafting in North Iceland“. Visit North Iceland (enska). Sótt 4 ágúst 2024.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.