Úthverfi
Úthverfi eða útborg er svæði sem liggur utan við borg þar sem eru mörg hús og víðáttur. Þau eru yfirleitt léttbyggð og þar eiga heima margir vinnuferðalangar sem vinna í miðborg. Úthverfi getur verið gamall bær eða þorp sem hefur verið byggður upp við útþenslu stærri borgarinnar. Byggingar eins og skólar, stórmarkaðir og litlar verslanir finnast í úthverfum, en yfirleitt finnast ekki stór fyrirtæki eða stóriðja.
Úthverfi voru byggð um allan heim á 20. öldinni vegna betri og ódýrari flutningatækja. Oft eru metin vera ófrjó og leiðinleg.