Verkamannaflokkurinn (Ástralía)
Ástralski verkamannaflokkurinn (e. Australian Labor Party; gjarnan skammstafað ALP[3]) er ástralskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu. Flokkurinn er aðili að Framfarabandalaginu og var aðili að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna frá 1966 til 2014.
Verkamannaflokkurinn Labor Party | |
---|---|
Leiðtogi | Anthony Albanese |
Varaleiðtogi | Richard Marles |
Forseti | Wayne Swan[1] |
Ritari | Paul Erickson |
Þingflokksformaður | Penny Wong |
Stofnár | Elstu deildir: 1891 Á landsvísu: 8. maí 1901 |
Höfuðstöðvar | Barton, Höfuðborgarsvæði Ástralíu |
Félagatal | 60.085 (2020)[2] |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Jafnaðarstefna |
Einkennislitur | Rauður |
Sæti á fulltrúadeild | |
Sæti á öldungadeild | |
Vefsíða | www.alp.org.au |
Verkamannaflokkurinn rekur uppruna sinn til verkalýðshreyfinga sem stofnaðar voru á tíunda áratugi 19. aldar í nýlendunum sem urðu síðar að ástralska samveldinu, sér í lagi í Nýja-Suður-Wales og Queensland. Það var í Queensland sem Anderson Dawson, leiðtogi verkalýðshreyfingannaí nýlendunni, stofnaði fyrstu ríkisstjórn jafnaðarmanna í sögunni. Sú stjórn var minnihlutastjórn og entist aðeins í eina viku. Stofnun Verkamannaflokksins er miðuð við 8. maí 1901, en þá fundaði „þingflokkur“ þeirra (þ.e. fulltrúar verkamanna á ástralska þinginu) í fyrsta sinn.
Leiðtogar Verkamannafloksins
breytaLeiðtogar Verkamannaflokksins frá stofnun hans hafa verið:
Nafn | Ár |
---|---|
Chris Watson | 1901–1908 |
Andrew Fisher | 1908–1915 |
Billy Hughes | 1915–1916 |
Frank Tudor | 1916–1922 |
Mathew Charlton | 1922–1928 |
James Scullin | 1928–1935 |
John Curtin | 1935–1945 |
Ben Chifley | 1945–1951 |
Dr H.V. Evatt | 1951–1960 |
Arthur Calwell | 1960–1967 |
Gough Whitlam | 1967–1977 |
Bill Hayden | 1977–1983 |
Bob Hawke | 1983–1991 |
Paul Keating | 1991–1996 |
Kim Beazley | 1996–2001 |
Simon Crean | 2001–2003 |
Mark Latham | 2003–2005 |
Kim Beazley | 2005–2006 |
Kevin Rudd | 2006–2010 |
Julia Gillard | 2010–2013 |
Kevin Rudd | 2013 |
Bill Shorten | 2013-2019 |
Anthony Albanese | 2019- |
Tilvísanir
breyta- ↑ „National Executive“. Australian Labor Party. Sótt 30. september 2021.
- ↑ Davies, Anne (13. desember 2020). „Party hardly: why Australia's big political parties are struggling to compete with grassroots campaigns“. The Guardian (enska). Sótt 13. desember 2020.
- ↑ „Political party name abbreviations & codes, demographic ratings and seat status“. aec.gov.au (enska). Kjörstjórn Ástralíu. Sótt 22. maí 2022.