Fyrsti maí
Fyrsti maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. 1889 hittust fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista á ráðstefnu í París, í tilefni af því að hundrað ár væru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar.
Þessi tiltekni dagur var valinn meðal annars til að minnast blóðbaðsins á Haymarket í Chicago í Bandaríkjunum þremur árum áður. Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923 og hefur dagurinn verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966.
Í Bandaríkjunum og Kanada er haldið upp á verkalýðsdag (Labor Day) fyrsta mánudag í september. Hugmyndin um að heiðra verkamenn á þennan hátt var sett fram í Bandaríkjunum árið 1882 og fyrstu lagaákvæðin voru sett þar árið 1887. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi er haldið upp á verkalýðsdag í október.
Eldri hefðir
breyta1. maí sem hátíðisdagur rekur uppruna sinn allt aftur til heiðni en þar markaði hann endalok vetrar og upphaf sumars og í skandinavíu var haldið upp á 1. maí sem sumardaginn fyrsta. Eftir að kristni komst á helgaði kirkjan þennan dag dýrlingnum Valborgu sem var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi. Svíar halda ennþá upp á Valborgarmessu, en þó kvöldið fyrir 1. maí.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Út á hvað gengur 1. maí?“. Vísindavefurinn. Sótt 1. maí 2014.
Tenglar
breytaAlmanaksskýringar Þorsteinn Sæmundsson, á vef Almanaks Háskóla Íslands, síðast breytt 24. 9. 2010