Varhlið er sú hlið á klöpp sem veit undan skriðstefnu jökuls, eða m.ö.o. sú hlið sem hefur verið í vari og er því ekki mörkuð af núningi íssins. Sú hlið sem vissi gegn skriðstefnu jökulsins nefnist slithlið því á henni hefur ísinn mætt. Hvalbak í Hafnarfirði er t.d. jökulsorfin klöpp með ávala slithlið sem snýr að Flensborg en stöllótt varhlið sem snýr að læknum.

Tengt efni

breyta
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.