Vampírubaninn Buffy (3. þáttaröð)
Þriðja þáttaröð bandaríska gamanþáttarins Vampírubaninn Buffy fór af stað þann 29. september 1998 og kláraðist 13. júlí 1999. Þættirnir voru 22 og hver þáttur var að meðaltali 42 mínútur að lengd.
Söguþráður
breytaEftir að Buffy yfirgaf Sunnydale reyna Xander, Willow, Giles, Cordelia og Oz að berjast við vampírurnar í hennar stað. Buffy býr í Los Angeles undir nafninu Anne og vinnur sem þjónustustúlka á matstað. Eftir jafna sig á samviskubitinu fyrir að hafa sent Angel í vítisveröldina, fer Buffy aftur til Sunnydale.
Vinir hennar eru vonsviknir út í hana, sérstaklega Xander (þau vissu ekki hvað gerðist) en eftir smátíma sættast þau. Buffy og mamma hennar tekst að skrá Buffy aftur í skólann svo hún geti klárað lokaárið sitt. Angel kemst svo einhvernveginn að sleppa frá vítisveröldinni og Buffy heldur honum leyndum frá Skúbí-genginu (sérstaklega Giles). Gengið kemst að því að Buffy lendi honum og Giles og Xander verða aftur vonsviknir út í Buffy.
Eftirkona Kendru, kærulausi vampírubaninn Faith (Eliza Dushku) kemur til Sunnydale og byrjar að þjálfa með Buffy eftir að Vörðurinn hennar var drepinn. Vampíran Hr. Trick eltir Faith ásamt meistara sínum Kakistos. Buffy og Faith drepa Kakistos. Trick reynir seinna sjálfur að drepa Faith og Buffy en mistekst.
Xander fellur allt í einu fyrir Willow og Cordy og Oz koma seinna að þeim að kyssast. Cordy hættir með Xander og hættir líka í Skúbí-genginu. Oz og Willow sættast um jólin. Um sama leytið ásækir draugur Jennyar Angel og vill hún að hann sætti sig við eðli sitt sem Angelus og drepi Buffy. Angel elskar Buffy of mikið til þess þannig að hann ákveður að fremja sjálfsmorð með standa úti við sólarupprás. Buffy kemst að því að þessi "draugur" var í rauninni formbreytileg líkamslaus vera sem kallast Fyrsta Illskan (The First Evil). Buffy grátbiður Angel að fremja ekki sjálfsmorð en hann vill ekki særa Buffy og vini hennar. En Angel fær annað tækifæri þegar sólin rís ekki um morgininn.
Eftir sambandsslit Cordyar og Xanders, hittir hún stelpuna Önyu (Emma Caulfield) sem er í raun hefndardjöfull og veitir konum í ástarsorg ósk. En Anya missir mátt sinn og neyðist til að vera áfram í Sunnydale sem dauðleg stelpa. Seinna fellur hún fyrir Xander og þau fara saman á lokaballið.
Aðalóvinur gengisins þetta árið er bæjarstjórinn Richard Wilkins III (Harry Groener). Wilkins seldi sálina sína fyrir ódauðleika fyrir hundrað árum og ætlar sér að framkvæma athöfn sem kallast upphafningin (Ascension) sem mun breyta honum í djöful og gerir honum kleift að taka yfir Sunnydale. Hr. Trick gengur seinna í lið með honum.
Á átján ára afmæli Buffyar á hún að takast á við prófraun án kraftanna sinna og berjast við geðsjúka vampíru. En vampíran sleppur og rænir móður Buffyar og þarf Buffy að bjarga henni og drepa vampíruna. Buffy stenst prófraunina en Giles er rekinn sem Vörður Buffyar af Quentin Travers (Harris Yulin), yfirformanni Varðaráðsins (e. The Watchers' Council) í Lundúnum, fyrir að hafa sagt Buffy sannleikann um prófið. Buffy og Faith fá í staðinn nýjan Vörð; hinn ofursnobbaða og óreynda Wesley Windham-Pryce (Alexis Denisof). Cordy fellur fyrir Wesley.
Þegar Buffy ákveður að skemmta sér með Faith meðan þær elta uppi forna vampíru, drepur Faith óvart mannveru: aðstoðarmann bæjarstjórans. Faith vill gleyma því sem gerðist og sýnir ekkert samviskubit yfir atburðinum. Hún segir Giles að Buffy drap manninn en Giles trúir henni ekki og Faith er handtekin af Varðaráðinu en hún sleppur. Buffy reynir að ná henni svo að þeir drepi hana ekki. Buffy og Faith berjast hvor við aðra en Hr. Trick kemur til að drepa þær. Faith sleppur og Buffy berst við hann. Trick tekst næstum því að drepa Buffy, en Faith drepur hann og fer svo í burtu. Hún gengur í lið með Wilkins bæjarstjóra og verður sem dóttir hans og býr glæsilegri þakíbúð.
Faith og bæjarstjórinn reyna að gera Angel aftur að Angelus og fá hann í lið með sér, en Buffy og Angel plötuðu þau og komust að svikum Faith. Seinna hlutar þáttaraðana fjalla um gengið stöðva áætlanir bæjarstjórans, samband Buffyar og Angels og galdranotkun Willows. Undir lokin er allt tilbúið fyrir Upphafningu bæjarstjórans og Joyce sannfærir Angel að það væri besti fyrir hann og Buffy ef hann yfirgæfi Sunnydale.
Daginn fyrir Upphafninguna skýtur Faith Angel með eiturör sem drepur vampírur hægt. Buffy og gengið kemst að því að blóð vampírubana séu eina móteitrið. Buffy rífst við Wesley, sem vill að hugsi um að stöðva bæjarstjórann frekar en að bjarga Angel, og hættir hún hjá Varðaráðinu. Hún ákveður að drepa Faith og nota blóðið hennar til að lækna Angel. Vampírubanarnir berjast í þakíbúð Faith og Buffy stingur hana í kviðinn með rýtingnum sem bæjarstjórinn gaf Faith. Faith vill frekar að Angel deyji og stekkur af þakíbúðinni og lendir aftan í vörubíl.
Buffy ákveður að leyfa Angel að drekka blóðið úr sér. Angel drekkur næstum of mikið og Buffy fellur í yfirlið. Hann fer með hana á spítala og í ljós kemur að bæjarstjórinn er þar með Faith sem er í dái vegna blóðmissi. Buffy dreymir sig og Faith pakka niður í þakíbúð Faith og Faith segir Buffy að bæjarstjórinn eigi sér mannlegan veikleika (sig). Buffy vaknar og segist vera tilbúin í stríð við bæjarstjórann. Í ljós kemur að bæjarstjórinn verður dauðlegur þegar hann verður djöfull og hann verður lík ræðumaður við útskriftina þeirra. Þau komast að því að við upphafninguna verður sólmyrkvi og bæjarstjórinn notar vampíruher til að drepa fólkið.
Buffy og gengið fær skólafélaga sína (Harmony, Jonathan og Larry svo fáir séu nefndir) saman til að undirbúið stríðið á útiskriftardeginum. Oz og Willow sofa saman í fyrsta skiptið. Á útiskriftardeginum breytist bæjarstjórinn í risastóran snákdjöful og étur Snyder skólastjóra. En bæjarstjóranum til mikillar undrunar er allur útsriftar árgangurinn vopnaður ýmsum vopnum og leiða Buffy og Xander árásina. Giles, Angel og Wesley leiðir starfsfólk og aðra nemendur til að berjast. Buffy sýnir bæjarstjóranum rýtinginn sem hún stakk Faith með og espir hann upp svo að hann elti sig inn í bókasafnið. Buffy fer út um glugga og Giles sprengir upp bókasafnið (og skólan með) sem drepur bæjarstjórann.
Eftir bardagann sér Buffy Angel yfirgefa Sunnydale og sættir hún sig við ákvörðun hans. Buffy, Xander, Willow, Cordy, og Oz sitja saman um kvöldið og eru stolt yfir því að hafa lifað af miðskólaárin og búa sig undir framhaldið.
Þættir
breytaTitill | Sýnt í U.S.A. | # | ||
---|---|---|---|---|
„Anne“ | 29. september 1998 | 35 – 301 | ||
Skúbí-gengið reynir sitt besta að berjast við vampírur og mykraöflin án Buffyar sem hefur strokið til Los Angeles eftir að hún stöðvaði Acathla og Angel. Í Los Angeles gengur Buffy undir nafninu Anne og reynir lifa venjulegu lífi en það breytist þegar að hún þarf að stöðva djöfla að ræna umrenningum og nota þá sem þræla sína í annarri vídd. Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon | ||||
„Dead Man's Party“ | 6. október 1998 | 36 – 302 | ||
Buffy kemur aftur til Sunnydale og Skúbí-gengið ákveður að halda heimkomupartý en það fer úr böndunum þegar að vúdúgríma, sem mamma Buffyar keypti, byrjar lífga við hina látnu. Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: James Whitmore, Jr. | ||||
„Faith, Hope & Trick“ | 13. október 1998 | 37 – 303 | ||
Buffy reynir að komast aftur inn í Sunnydale High en þarf að tala við Snyder skólastjóra fyrst. Faith Lehane, nýr vampírubani í staðinn fyrir Kendru, kemur í bæinn til að flýja vampíruna Kakistos og hægri handarmann hans Hr. Trick. Höfundur: David Greenwalt, Leikstjóri: James A. Contner | ||||
„Beauty and the Beasts“ | 20. október 1998 | 38 – 304 | ||
Ungur strákur finnst rifinn í tætlur og grunar Skúbí gengið að Oz hafi gert það sem varúlfur. Buffy kemst að því að Angel hefur sloppið úr vítisvíddinni sem hann hafði verið sendur í og er líkari villidýri en manni. Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: James Whitmore, Jr. | ||||
„Homecoming“ | 3. nóvember 1998 | 39 – 305 | ||
Buffy og Cordelia keppast um hver verði kosin drottningin á heimkomuballinu en á meðan safnar Hr. Trick saman liði sem ætlar sér að veiða Buffy og Faith. Vandinn er að þeir halda að Cordelia sé Faith. Hr. Trick gengur í lið með Bæjarstjóra Sunnydale, Richard Willkins, III, sem er að undirbúa sig fyrir Upphafningu sem mun breyta honum í hreinan djöful. Höfundur & leikstjóri: David Greenwalt | ||||
„Band Candy“ | 10. nóvember 1998 | 40 – 306 | ||
Richard Willkins bæjarstjóri fær Hr. Trick í lið með sér og saman ráða þeir Ethan Rayne til búa til sælgæti sem gerir fullorðna fólkið að unglingum svo þeir geti sinnt sínum myrkraverkum. Buffy þarf að stöðva þá en getur hún gert það þegar Giles hegðar sér eins vandræðaunglingur? Höfundur: Jane Espenson, Leikstjóri: Michael Lange | ||||
„Revelations“ | 17. nóvember 1998 | 41 – 307 | ||
Faith fær nýjan Vörð að nafni Gwendolyn Post og kemur henni og Giles ekki vel saman. Xander uppgötvar að Buffy hefur verið að fela Angel og segir Skúbí-genginu frá. Höfundur: Doug Petrie, Leikstjóri: James A. Contner | ||||
„Lovers Walk“ | 24. nóvember 1998 | 42 – 308 | ||
Spike kemur aftur til Sunnydale og Drusilla hefur hætt með honum. Hann rænir Willow og Xander og neyðir Willow að fara með ástargaldur svo Drusilla elski hann aftur. Buffy, Angel, Cordelia og Oz reyna að finna Willow og Xander. Höfundur: Dan Vebber, Leikstjóri: David Semel | ||||
„The Wish“ | 8. desember 1998 | 43 – 309 | ||
Eftir sambandslit sitt við Xander talar Cordelia við nýjan nemanda í Sunnudale High, Önyu, og segir henni að hún óski þess að Buffy hafi aldrei komið til Sunnydale. Anya er í rauninn hefndardjöfull og ósk Cordeliu rætist nema Sunnydale án Buffyar er undir stjórn vampíra. Meðal vampíranna eru Xander og Willow. Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: David Greenwalt | ||||
„Amends“ | 15. desember 1998 | 44 – 310 | ||
Angel er ástóttur af fórnalömbum sínum þar á meðal Jenny Calender og reynir að fá Giles til að hjálpa sér. Willow reynir að laga samband sitt við Oz. Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon | ||||
„Gingerbread“ | 12. janúar 1999 | 45 – 311 | ||
Handrit: Jane Espenson, Saga: Thania St. John & Jane Espenson, Leikstjóri: James Whitmore, Jr. | ||||
„Helpless“ | 19. janúar 1999 | 46 – 312 | ||
Á 18-ára afmæli Buffyar þarf hún að fara í gegnum erfiða þolraun: mæta geðveikri vampíru án ofurkraftanna sinna en allt breytist þegar vampíran sleppur og reynir að drepa móður hennar. Varðaráðið rekur Giles fyrir að segja Buffy frá þolrauninni. Höfundur: David Fury, Leikstjóri: James A. Contner | ||||
„The Zeppo“ | 26. janúar 1999 | 47 – 313 | ||
Á meðan Buffy, Faith, Angel, Willow og Giles reyna að stöðva Vítismunann frá því að opnast þarf Xander einn síns liðs að stöðva dauða nemendur frá því að sprengja upp skólann. Höfundur: Dan Vebber, Leikstjóri: James Whitmore, Jr. | ||||
„Bad Girls“ | 9. febrúar 1999 | 48 – 314 | ||
Buffy og Faith fá nýjan Vörð, Wesley Windham-Pryce. Faith sannfærir Buffy að koma með sér til að lifa lífinu en þegar vampírur ráðast að þeim drepur Faith óvart mannveru. Höfundur: Doug Petrie, Leikstjóri: Michael Lange | ||||
„Consequences“ | 16. febrúar 1999 | 49 – 315 | ||
Faith reynir að kenna Buffy um drápið á mannverunni en Giles trúir henni ekki og lætur Varðaráðið vita. Faith gengur í lið með Bæjarstjórnum eftir að hún drepur Mr. Trick. Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: Michael Gershman | ||||
„Doppelgangland“ | 23. febrúar 1999 | 50 – 316 | ||
Willow galdrar óvart fram vampíruútgáfu af sjálfri sér og Skúbí-gengið veit ekki hvor er hin raunverulega Willow. Á meðan segir Faith Bæjarstjórnum hvað Skúbí-gengið er að bralla. Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon | ||||
„Enemies“ | 16. mars 1999 | 51 – 317 | ||
Faith og Bæjarstjórinn svipta Angel sál sinni svo henni verði Angelus og gangi í lið með þeim. Í ljós kemur að Giles og Buffy vissu af þessu og Angel var bara að leika Angelus til að fá Faith að játa svik sín. Höfundur: Doug Petrie, Leikstjóri: David Grossman | ||||
„Earshot“ | 21. september 1999 | 52 – 318 | ||
Eftir að Buffy drepur djöful án munns fær hún nýjan hæfileika: hún getur lesið hugsanir fólks. En hún á erfitt með að stjórna hæfileikanum. Hún þarf að læra að stjórna honum ef hún ætlar að ná að stöðva fjöldamorð á skólalóðinni. - Þættinum var frestað vegna Columbine atviksins. Höfundur: Jane Espenson, Leikstjóri: Regis Kimble | ||||
„Choices“ | 4. maí 1999 | 53 – 319 | ||
Buffy og Giles ákveða að ráðast að Bæjarstjóranum til að stöðva Upphafninguna hans þrátt fyrir mótmæi Wesleys. Buffy tekst að stela mikilvægum kistli fyrir Upphafninguna en þegar Faith handsamar Willow þarf Buffy velja hvort hún vilji stöðva Upphafninguna eða bjarga bestu vinkonu sinni. Höfundur: David Fury, Leikstjóri: James A. Contner | ||||
„The Prom“ | 11. maí 1999 | 54 – 320 | ||
Lokaballið er í nánd og siðblindur nemandi að nafni Tucker Wells galdrar fram vítishunda til að ráðast á ballið. Á meðan sannfærir móðir Buffyar Angel að hann verði að hætta með Buffy svo að hún geti lifað eðlilegu ástarlífi. Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: David Solomon | ||||
„Graduation Day (hluti 1)“ | 18. maí 1999 | 55 – 321 | ||
Útskriftin og Upphafning Bæjarstjórans nálgast og Giles uppgötvar hvernig er hægt að stöðva Bæjarstjórann í djöfulformi sínu. En þegar Faith skýtur Angel með vampírueiturör getur bara blóð vampírubana læknað hann. Wesley bannar Buffy að lækna Angel þannig að hún hættir að vinna með Varðaráðinu. Buffy ræðst að Faith en hún hendir sér fram af byggingu svo að Angel muni deyja. Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon | ||||
„Graduation Day (hluti 2)“ | 13. júlí 1999 | 56 – 322 | ||
Faith er lögð inn á spítala í dái. Buffy lætur Angel sjúga blóðið úr sér svo að hann læknist. Buffy fær Skúbí-gengið að undirbúa nemendur Sunnydale High fyrir stríði við Bæjarstjórann og vampíruher hans. Eftir að hafa sprengt skólann og Bæjarstjórann með yfirgefur Angel Sunnydale og Buffy undirbýr sig fyrir háskólann. - Þessum þætti var einnig frestað út af Columbina-atkvikinu. Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon | ||||