Valtýr Sigurðsson

Valtýr Sigurðsson (f. 1945) er íslenskur lögfræðingur, fyrrverandi for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og fyrrum ríkissaksóknari.

Hann starfaði sem dómarafulltrúi hjá bæjarfógetanum (sýslumanninum) í Keflavík frá 1971 til 1980. Þar stýrði hann upphafi rannsóknar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann var héraðsdómari í Keflavík og Gullbringursýslu frá 1980 til 1988. Hann gegndi stöðu borgarfógeta í Reykjavík frá 1988 til 1992, embætti sem í dag fellur undir héraðsdóm. Frá 1992 til 2004 starfaði hann sem héraðsdómari í Reykjavík.[1]

Valtýr gegndi stöðu forstjóra Fang­els­is­mála­stofn­un­ar frá 2004 til 2008 og stöðu ríkissaksóknara frá 1. janúar 2008 til 1. apríl 2011.

Tilvísanir breyta

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2020. Sótt 5. nóvember 2018.