Valmúafræ
Valmúafræ eða birkes er fræ úr ópíumvalmúa, sem er notað sem krydd og skraut á brauð, kökur eða sem innihald í matarétti. Á Íslandi er það notað aðallega á franskbrauð eða rúnnstykki. Í Austur-Evrópu er það notað í miklu magni líka sem fylling í kökur. Birkes er upprunalega jiddískt orð, sem þýðir, „blessun“ og var notað í sambandi við sabbatbrauð, sem er stráð með valmúafræi. Einstaka sinnum er því ruglað saman við birkifræ vegna líkinda nafnanna hér á landi.