Vallelfting

Vallelfting (fræðiheiti: Equisetum pratense) er elfting sem vex á skuggsælum stöðum í votum jarðvegi, t.d. í mýrum og við árbakka þar sem skógur eða klettar veita skugga. Hún er með langar og mjóar greinar sem greinast út frá dökkum samskeytum á stilknum sem verður 10-50 sm á hæð.

Vallelfting
Equisetum pratense
Equisetum pratense
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Elftingar (Equisetopsida)
Ættbálkur: Elftingarbálkur (Equisetales)
Ætt: Elftingarætt (Equisetaceae)
Ættkvísl: Elftingar (Equisetum)
Undirættkvísl: Equisetum subg. Equisetum
Tegund:
E. pratense

Tvínefni
Equisetum pratense
Ehrh., 1784

Vallelfting inniheldur þíamínasa, hvata sem brýtur niður B1-vítamín og veldur því að hrá vallelfting getur virkað sem eitur. Þíamínasinn hverfur við suðu. Vallelfting er mikið notuð í te.

Vallelfting er algeng um allt Ísland.

TilvísanirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.