Valdþurrð er í lögfræði þegar aðili beitir valdi sem honum hafði ekki verið fengið, heldur öðrum. Dæmi um slíkt er ef ráðherra tæki ákvörðun sem væri á sviði annars ráðherra eða stjórnvald færi að ógilda dómsúrlausn dómstóls. Talið er að ef valdþurrð eigi við um stjórnvaldsákvörðun geti hún ýmist verið álitin ógildanleg eða ógildistilvik eftir því hversu augljós valdþurrðin hafi verið, en í síðarnefnda tilvikinu væri hún álitin marklaus frá upphafi.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.